Fundargerð - 16. nóvember 2011
Miðvikudaginn 16. nóvember 2011 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn:
Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, fyrri umræða
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2012. Helstu niðurstöðutölur draganna eru þær að gert er ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 28,8 millj. kr. og að handbært fé hækki um 7,4 millj. kr.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa framlögðum drögum að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2012 til síðari umræðu.
2. Málefni verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri
Lögð fram tillaga atvinnumálanefndar um stofnun einkahlutafélags um eignarhald og rekstur verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti tillögu atvinnumálanefndar um stofnun einkahlutafélags um eignarhald og rekstur verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri. Jafnframt samþykkti sveitarstjórnin að boða til stofnfundar einkahlutafélagsins 1. desember 2011 á Hjalteyri, að heimilt verði að skrá sveitarfélagið fyrir hlutafé í einkahlutafélaginu að fjárhæð allt að kr. 1.000.000 og að boðun til hans verði samkvæmt umræðum á fundinum. Jafnframt samþykkti sveitarstjórnin að Guðmundur Sigvaldason fari með umboð sveitarfélagsins á stofnfundinum.
3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 27. október 2011
Fundargerðin er í fjórum liðum. Þriðji liður hennar er til afgreiðslu í 2. lið þessarar fundargerðar. Aðrir liðir hennar fjalla um um fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2012, úthlutunarreglur styrkja til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginum og óskir um aðstöðu í verksmiðjuhúseignunum á Hjalteyri.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
4. Fundargerð fræðslunefndar, 31. október 2011
Fundargerðin er í átta liðum. Í henni eru gerðar eru tillögur að reglur um skólaakstur, um fæðisgjald í Álfasteini og mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla og um viðmiðunarfjárhæðir fyrir tímabundna leikskólavist barna með lögheimili annars staðar. Þar er ennfremur fjallað um fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2012, dagskrá skólaþings 2011, breytingar á skóladagatali Þelamerkurskóla og Álfasteins, ársskýrslu Álfasteins 2010-2011 og uppsagnarvinnslu samnings um dvöl í Álfasteini vegna vanskila.
Sveitarstjórn samþykkti tillögur fræðslunefndar að reglum um skólaakstur, um viðmiðunarfjárhæðir fyrir tímabundna leikskólavist barna með lögheimili annars staðar og um fæðisgjald í Álfasteini, þannig að frá og með 1. janúar 2012 verði hádegismatur 3.220 kr. á mánuði, hressing 1.610 kr. á mánuði og hressing í skólavistun 80 kr. á dag. Sveitarstjórnin samþykkti að mötuneytisgjald í Þelamerkurskóla á yfirstandandi skólaári verði óbreytt frá síðastliðnu skólaári. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
5. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs., 14. nóvember 2011
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
6. Staða innheimtu
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um stöðu á innheimtu fasteignagjalda og fleiri gjalda hjá sveitarsjóði.
7. Fjárhagsbókhaldskerfi
Lagt fram tilboð sem borist hefur í heildstæðan fjárhags- og viðskiptapakka fyrir sveitarfélög frá öðru fyrirtæki en því sem hefur séð skrifstofu sveitarfélagsins fyrir fjárhagsbókhaldskerfi á undanförnum árum.
Sveitarstjórn samþykkti að samið verði um maritech um fjárhagsbókhaldskerfi fyrir skrifstofu sveitarsfélagsins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
8. Reiðvegagerð, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, dags. 10. nóvember 2011, frá Hauki Sigfússyni með ósk um styrk vegna framkvæmda við reiðveg sem liggur um Ytri-Bægisá. Fram kom á fundinum að viðkomandi reiðvegur er í samræmi við aðalskipulag.
Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og að aflað verði frekari gagna um það.
9. Kosning í stjórn Hafnasamlags Norðurlands
Lagt fram bréf, dags. 10. nóvember 2011, frá Guðmundi Sigvaldasyni, þar sem hann óskar eftir að vera leystur undan kjöri í stjórn Hafnasamlags Norðurlands.
Sveitarstjórn kaus Hönnu Rósu Sveinsdóttur aðalmann í stjórn Hafnasamlags Norðurlands og Axel Grettisson sem varamann.
10. Vatnasvæðanefnd, tilnefning fulltrúa
Lagt fram bréf, dags. 21. október 2011, frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir tilnefningu í vatnasvæðanefnd á vatnasvæði 2.
Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir því við Eyþing að tilnefndir verði sameiginlegir fulltrúar sveitarfélaganna á félagssvæði þess í vatnasvæðanefnd á vatnasvæði 2.
11. Manntal og húsnæðistal
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 2. nóvember 2011, frá Hagstofu Íslands, þar sem gerð er grein fyrir undirbúningi fyrir töku manntals og húsnæðistals í árslok 2011.
12. Snorraverkefnið, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, dags. 7. nóvember 2011, frá stjórn Snorrasjóðs þar sem óskað er eftir stuðningi fyrir svonefnt Snorraverkefni.
Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.
13. Stígamót, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, ódags., frá Stígamótum þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar.
Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.
14. Trúnaðarmál
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:30.