Fundargerð - 16. maí 2012

Miðvikudaginn 16. maí 2012 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 12. apríl 2012

Fundargerðin er í þrettán liðum, auk afgreiðslu á nítján starfsleyfum. Enginn þeirra varðar Hörgársveit með beinum hætti.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

2. Syðri-Bakki, landspilda, kaupsamningur/afsal

Lagt fram bréf, dags. 20. apríl 2012, frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, ásamt kaupsamningi/afsali um Dysnesspildu úr landi Syðri-Bakka, landnúmer 220582. Spildan er 32,2 ha að stærð. Málið var áður á dagskrá sveitarstjórnar 13. apríl 2011 og 19. október 2011.

Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að undirrita fyrirliggjandi kaupsamning/afsal og önnur skjöl um Dysnesspildu, svo og að greiða seljanda umsamið kaupverð, kr. 11.875.000.

 

3. Dysnes, minnisblað um sameiginlegan skilning

Lögð fram drög að minnisblaði (Memorandum of Understanding (Mou)) um samstarf um atvinnuuppbyggingu á Dysnes-svæði af hálfu Hörgársveitar, Hafna-samlags Norðurlands og T-Shipping.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit eigi aðild að fyrirliggjandi minnisblaði um sameiginlegan skilning á atvinnuuppbyggingu á Dysnes-svæði, með breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

 

4. Ós, landskipti og kaupsamningur

Lagður fram uppdráttur sem sýnir legu á u.þ.b. 20,5 ha landspildu sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni Ósi, sbr. samþykkt í fundargerð sveitarstjórnar 22. júní 2011. Ennfremur voru lögð fram drög að kaupsamningi um landspilduna, sem byggir á verðmati óháðra aðila.

Sveitarstjórn samþykkti að jörðinni Ósi verði skipt í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt og að veita sveitarstjóra umboð til að undirrita kaupsamning, afsal og önnur skjöl vegna sölu á u.þ.b. 20,5 ha spildu úr jörðinni Ósi á kr. 3.700.000.

Sunna H. Jóhannesdóttur vék af fundinum undir þessum dagskrárlið.

 

5. Tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Gerð grein fyrir umsóknum um tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 18. apríl 2012. Umsóknarfrestur rann út 10. maí 2011, alls bárust 7 umsóknir. Fram kom að framlag Vinnumálastofnunar vegna þess átaks sem um er að ræða er sem nemur 3 störfum.

Sveitarstjórn samþykkti að reynt verði að verða við framkomnum umsóknurm  um tímabundin störf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur, og jafnframt að sá kostnaður sem af því hlýst verði metinn og við honum brugðist við framlagningu viðauka við fjárhagsáætlun ársins á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

6. GáF ehf., hlutafjárframlag

Lagt fram minnisblað um uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum og greint frá stofnun undirbúnngsfélags nokkurra sveitarfélaga sem ætlað er að undirbúa kaup á hluta af jörðinni. Heiti félagsins er GáF ehf.

Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit eigi aðild að GáF ehf. með hlutafjárframlagi að fjárhæð kr. 75.000.

 

7. Fyrirkomulag sorphirðu

Lögð fram endurskoðuð tillaga að reglum um fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu, sbr. samþykkt sveitarstjórnar um frestun á afgreiðslu á tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um málið, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 18. apríl 2012.

Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að reglum um fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu, með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

8. Akrahreppur, samningur um fjallskil

Lögð fram drög að samningi um aðild Akrahepps að fjallskilum í Hörgársveit, sbr. yfirlýsingu þess efnis sem lögð fam á fundi fjallskilanefndar 12. apríl 2012, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 18. apríl 2012.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti framögð drög að samningi um aðild Akrahepps að fjallskilum í Hörgársveit.

 

9. Efnistaka úr Hörgá

Gerð grein fyrir niðurstöðu fundar, sem haldinn var í Hlíðarbæ 25. apríl 2012, um gerð hugsanlegs samnings um sjálfbæra efnistöku úr Hörgá, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 21. mars 2012. Niðurstaða fundarins var að rétt sé að halda áfram með málið og var á honum tilnefnt í vinnuhóp sem ákveðið var að koma á fót í því skyni.

Sveitarstjórn samþykkti að tilnefna Helga Bjarna Steinsson í vinnuhóp um gerð hugsanlegs samnings um sjálfbæra efnistöku úr Hörgá. Þá var sveitarstjóra falið að boða til fyrsta fundar vinnuhópsins.

 

10. Drög að samþykkt um búfjárhald

Lögð fram endurskoðuð drög að samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu. Í þeim eru tvær efnislegar breytingar frá þeim drögum sem kynntar voru á íbúafundi 26. apríl 2012, sem hér segir: (1) þrengd er heimild fyrir búfjárhaldi í þéttbýli þannig að aðeins verði unnt að veita leyfi fyrir kanínum og alifuglum í þéttbýli og (2) með heimalöndum er tilgreint að átt sé við „afgirt“ heimalönd.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi drög að samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu verði send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til staðfestingar, að því tilskildu ekki komi fram efnislegar ábendingar um breytingar fyrir 15. júni 2012.

 

11. Vinnuskóli, laun

Rætt um fjárhæð launa í vinnuskóla nk. sumar. Fram kom á fundinum að aldrei hafi borist fleiri umsóknir um þátttöku í vinnuskóla sveitarfélagins og nú.

Sveitarstjórn samþykkti að laun í vinnuskóla verði sem hér segir sumarið 2012: Fyrir börn fædd árið 1998 470 kr./klst., fyrir börn fædd árið 1997 520 kr./klst. og fyrir börn fædd árið 1996 650 kr./klst. Orlof er innifalið.

 

12. Þorvaldsdalsafrétt, málshöfðun

Lögð fram stefna, dags. 9. maí 2012, á hendur Hörgársveit og Dalvíkurbyggð þar sem fram kemur að fjármálaráðherra unir ekki úrskurði Óbyggðanefndar um að Þorvaldsdalsafrétt skuli ekki teljast þjóðlenda og hefur höfðað mál til að fá úrskurðinum hnekkt.

Sveitarstjórn samþykkti að Friðbjörn Garðarsson, hrl., verði ráðinn til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu.

 

13. Aflið, systursamtök Stígamóta á Norðurlandi, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 26. apríl 2012, frá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs samtakanna á árinu 2012.

Sveitarstjórn samþykkti að veita Aflinu styrk að fjárhæð kr. 50.000 á árinu 2012.

 

14. Kaffi Hjalteyri, rekstrarleyfi

Lagt fram tölvubréf, dags. 8. maí 2012, frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi fyrir kaffihúsi á Hjalteyri í veitingastaðaflokki II.

Sveitarstjórn samþykkti að af hennar hálfu verði ekki gerð athugasemd við útgáfu  rekstrarleyfis í veitingastaðaflokki II fyrir Kaffi Hjalteyri.

 

15. Landskerfi bókasafna hf., aðalfundarboð

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 8. maí 2012, frá Landskerfi bókasafna hf. um aðalfund félagsins sem verður 23. maí 2012 í Reykjavík.

 

16. Viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa, yfirlit 30. apríl 2012

Lagt fram yfirlit yfir viðtalstíma sveitarstjórnarfulltrúa, sem var 30. apríl 2012. Í viðtalstímann kom einn og einn hringdi.

 

17. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 15. og 16. mars 2012

Fyrri fundargerðin er í fjórtán liðum og sú síðari í einum lið.

Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

18. Katrín Birna Vignisdóttir, styrkur

Lagt fram til tölvubréf, dags. 14. maí 2012, frá Katrínu Birnu Vignisdóttur, þar sem sótt er um styrk vegna þátttöku í Youth Cup 2012, sem er mót á vegum alþjóðlegra samtaka um íslenska hestinn. Mótið verður haldið í Þýskalandi í sumar.

Sveitarstjórn samþykkti að Katrínu Birnu yrði veittur styrkur að fjárhæð kr. 50.000 vegna þátttöku hennar í Youth Cup 2012 með von um hún muni miðla reynslu sinni af þátttökunni til ungs fólks í sveitarfélaginu.

Axel Grettisson vék af fundinum undir þessum dagskrárlið.

 

19. Dagverðareyri 3, stækkun lóðar

Lagt fram bréf, dags. 12. maí 2012, frá Jóhönnu Maríu Oddsdóttur, þar sem óskað er eftir umsögn um fyrirhugaða stækkun á lóðinni Dagverðareyri 3, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Bréfinu fylgir uppdráttur sem sýnir fyrirhuguð mörk lóðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti hina fyrirhuguðu breytingu á lóðinni að Dagverðareyri 3.

 

20.        Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 22:40.