Fundargerð - 15. september 2010
Miðvikudaginn 15. september 2010 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.
Þetta gerðist:
1. Erindisbréf fræðslunefndar, seinni umræða
Lögð fram ný drög að erindisbréfi fræðslunefndar, dags. 8. september 2010. Í þeim felast tvær minniháttar breytingar frá þeim drögum sem voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2010.
Sveitarstjórn samþykkti drögin, eins og þau voru lögð fyrir, sem erindisbréf fræðslunefndar, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
2. Erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar, seinni umræða
Lögð fram ný drög að erindisbréfi skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 8. september 2010. Í þeim felst ein minniháttar breyting frá þeim drögum sem voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2010.
Sveitarstjórn samþykkti drögin, eins og þau voru lögð fyrir, sem erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
3. Erindisbréf félagsmála- og jafnréttisnefndar, seinni umræða
Lögð fram ný drög að erindisbréfi félagsmála- og jafnréttisnefndar, dags. 8. september 2010. Í þeim felast tvær minniháttar breytingar frá þeim drögum sem voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2010.
Sveitarstjórn samþykkti drögin, eins og þau voru lögð fyrir, sem erindisbréf félagsmála- og jafnréttisnefndar, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
4. Erindisbréf menningar- og tómstundanefndar, seinni umræða
Lögð fram ný drög að erindisbréfi menningar- og tómstundanefndar, dags. 20. ágúst 2010. Drögin eru samhljóða þeim drögum sem voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2010, að undanskildu því að nafni nefndarinnar hefur verið breytt í samræmi við það sem þá var um rætt.
Sveitarstjórn samþykkti drögin, eins og þau voru lögð fyrir, sem erindisbréf menningar- og tómstundanefndar, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
5. Erindisbréf atvinnumálanefndar, seinni umræða
Lögð fram ný drög að erindisbréfi atvinnumálanefndar, dags. 8. september 2010. Í þeim felast tvær minniháttar breytingar frá þeim drögum sem voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2010.
Sveitarstjórn samþykkti drögin, eins og þau voru lögð fyrir, sem erindisbréf atvinnumálanefndar, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
6. Erindisbréf fjallskilanefndar, seinni umræða
Lögð fram ný drög að erindisbréfi fjallskilanefndar, dags. 8. september 2010. Í þeim felast þrjár breytingar frá þeim drögum sem voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar 18. ágúst 2010. Tillaga kom fram um eina breytingu á hinum framlögðum drögum.
Sveitarstjórn samþykkti drögin, eins og þau voru lögð fyrir, með þeirri breytingu sem lögð var til, sem erindisbréf fjallskilanefndar, sbr. 48. gr. samþykktar um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar.
7. Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2010, seinni umræða
Lögð fram ný drög að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2010. Helstu niðurstöðutölur draganna eru þær að gert er ráð fyrir að samanlagður afgangur af rekstri verði 9.666 þús. kr., þ.e. 3,1% af áætluðum skatttekjum ársins. Áætlun um samanlagt sjóðstreymi A- og B-hluta gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 32.948 þús. kr. og að handbært fé hækki um 13.448 þús. kr. á árinu.
Sveitarstjórn samþykkti drögin, eins og þau voru lögð fyrir, sem fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2010.
8. Framlög Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar
Lagt fram minnisblað, dags. 8. september 2010, um framlög Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.
Sveitarstjórn samþykkti að efni minnisblaðsins verði grundvöllur viðræðna við Jöfnunarsjóð um framlög vegna sameiningarinnar.
9. Fundargerð fræðslunefndar, 24. ágúst 2010
Fundargerðin er í tíu liðum, um erindisbréf nefndarinnar, skóladagatal Þelamerkurskóla og Álfasteins, stöðu mála í Þelamerkurskóla í upphafi skólaárs, fyrirhugaða námsferð starfsmanna Þelamerkurskóla til Kanada, tölvukaup fyrir Þelamerkurskóla, gjaldskrá mötuneytis Þelamerkurskóla, afleysingastöðu á Álfasteini, skýrslu um námsferð starfsmanna Álfasteins til London og umsókn Álfasteins um vottun sem heilsuleikskóli.
Sveitarstjórn staðfesti samþykkt fræðslunefndar í lið 5 í fundargerðinni, um afnot af húsnæði Þelamerkurskóla til fjáröflunar fyrir námsferð, og samþykkti tillögu nefndarinnar í liðum 6 og 8 í fundargerðinni, þ.e. um að gert verði ráð fyrir kaupum á 10 tölvum fyrir Þelamerkurskóla í fjárhagsáætlun ársins 2010 og að ráðinn verði starfsmaður í 56% afleysingastarf í Álfasteini.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
10. Fundargerð fjallskilanefndar, 24. ágúst 2010
Fundargerðin er í átta liðum, um fund með fulltrúum Akrahrepps um sameiginleg fjallskil, álagningu fjallskila, flutning úrtínings, aðvörun um búfjársjúkdóma og Þórustaðarétt. Þá voru lögð fram ný drög að vinnureglum um fjallskil í Hörgársveit, sem fela í sér þrjár breytingar frá þeim drögum sem lögð voru fyrir fund sveitarstjórnar 18. ágúst 2010.
Sveitarstjórn samþykkti vinnureglur um fjallskil, eins og þau voru lögð fyrir, sbr. 2. lið fundargerðarinnar og að haldinn verði fundur með bændum um málefni Þórustaðaréttar þegar fyrir liggur hvaða kostir eru í stöðunni um framtíð hennar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.
11. Fundargerð atvinnumálanefndar, 6. september 2010
Fundargerðin er í einum lið, þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að því að leigja og/eða selja síldarverksmiðjubyggingarnar á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti tillögu atvinnumálanefndar um málefni verksmiðjubygginganna á Hjalteyri.
12. Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands, 13. september 2010
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
13. Arnarholtsvegur 1, Hjalteyri, lóðarúthlutun
Lögð fram umsókn, dags. 1. febrúar 2008, frá Valgerði B. Pedersen og Sören Erik Pedersen um lóðina Arnarholtsvegur 1 á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Valgerði B. Pedersen og Sören Erik Pedersen lóðinni Arnarholtsvegur 1 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald fyrir lóðina.
14. Arnarholtsvegur 9, Hjalteyri, lóðarúthlutun
Lögð fram umsókn, dags. í maí 2008 og 7. júlí 2009, frá Svanhildi Skúladóttur um lóðina Arnarholtsvegur 9 á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Svanhildi Skúladóttur lóðinni Arnarholtsvegur 9 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald fyrir lóðina.
15. Búðargata 5, Hjalteyri, lóðarúthlutun
Lögð fram umsókn, dags. 14. janúar 2006, frá Önnu Lísu Kristjánsdóttur og Guðbirni Axelssyni um lóðina Búðargötu 5 á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Önnu Lísu Kristjánsdóttur og Guðbirni Axelssyni lóðinni Búðargata 5 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald fyrir lóðina. Sveitarstjórn samþykkti að árétta ákvæði deiliskipulags um að hús sem byggt verði á lóðinni skuli taka mið af þeim sem fyrir eru við götuna.
16. Búðargata 9, Hjalteyri, lóðarúthlutun
Lögð fram umsókn, dags. 25. maí 2010, frá Guðbirni Þór Ævarssyni um lóðina Búðargötu 9 á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að úthluta Guðbirni Þór Ævarssyni lóðinni Búðargata 9 á Hjalteyri og að gerður verði samningur um gatnagerðargjald fyrir lóðina. Sveitarstjórn samþykkti að árétta ákvæði deiliskipulags um að hús sem byggt verði á lóðinni skuli taka mið af þeim sem fyrir eru við götuna.
17. Refaveiðar
Umræður urðu um fyrirkomulag refaveiða í sveitarfélaginu í ljósi þess að samningur um refaveiðar í Hörgárbyggð rann út 31. ágúst 2010.
Sveitarstjórn samþykkti að óskað verði eftir viðræðum við refaveiðimenn í sveitarfélaginu um gerð samnings um refaveiðar í sveitarfélaginu.
18. Sumarhús nr. 4, Hjalteyri, rotþró
Lagt fram tölvubréf, dags. 18. ágúst 2010, frá Sigurði Þ. Karlssyni, þar sem farið er fram á að keypt verði rotþró sumarhúss nr. 4 á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að hafna erindinu.
19. Þelamerkurskóli, leiga á húsnæði vegna gistiheimilis
Lagt fram bréf, dags. 24. ágúst 2010, frá FAB Travel ehf., þar sem óskað er eftir viðræðum um leigu á heimavist Þelamerkurskóla til reksturs gistiheimilis sumarið 2011.
Sveitarstjórn samþykkti að fela sveitarstjóra og skólastjóra að eiga viðræður við bréfritara um leigu á heimavistinni sumarið 2011.
20. Hraun, skipting lands
Lagt fram bréf, dags. 6. september 2010, frá Hrauni í Öxnadal ehf. um umsögn, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004, um beiðni um að allt að 10 ha landsvæði fyrir frístundabyggð nyrst í landi Hrauns verði skilið frá öðru landi jarðarinnar.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við þá fyrirhuguðu skiptingu jarðarinnar Hrauns sem lýst er í bréfinu.
21. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, kosning
Lagt fram bréf, dags. 8. september 2010, frá framkvæmdastjóra barnaverndarnefndar Eyjafjarðar um kjör sameiginlegs aðalmanns og varamanns Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps í nefndina á nýbyrjuðu kjörtímabili.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir verði aðalmaður og Sigmundur Guðmundsson varamaður í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar á yfirstandandi kjörtímabili fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps, sbr. gr. 2.1 í samningi um stofnun á sameiginlegri barnaverndarnefnd, dags. 24. nóvember 1999.
22. Fjárlaganefnd Alþingis, boð um viðtal
Lagt fram bréf, dags. 8. september 2010, frá Alþingi, þar sem fram kemur að sveitarstjórn býðst að eiga fund með fjárlaganefnd.
Sveitarstjórn samþykkti að þiggja boðið, ef tök verður á.
23. Norðurorka hf., hluthafafundur
Lagt fram fundarboð, dags. 13. september 2010, frá Norðurorku hf. vegna hluthafafundar, sem haldinn verður 1. október 2010.
Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á hluthafafundinum.
24. Stefnumótun í skólamálum
Lagt fram bréf, dags. 1. september 2010, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem gerð er grein fyrir ritum um gerð skólastefnu fyrir sveitarfélög.
Til kynningar.
25. Velferðarvaktin, upphaf skólaárs
Lagt fram bréf, dags. 1. september 2010, frá Velferðarvakt félags- og tryggingamálaráðuneytisins, þar sem því er beint til sveitarstjórna að hugað verði sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs.
Til kynningar.
26. Talþjálfun barna og unglinga
Lagt fram bréf, dags. 1. september 2010, frá Málefli, hagsmunasamtökum foreldra barna og unglinga með tal- og málþroskaröskun, þar sem óskað er upplýsinga um málefnið í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkti að umbeðnar upplýsingar verði veittar.
27. Vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum
Lagt fram bréf, dags. 2. september 2010, frá Vinnueftirlitinu, þar sem kynntar eru skyldur vinnuveitenda í vinnuverndarmálum. Jafnframt er þar óskað eftir upplýsingum um stöðu áhættumats á vinnustöðvum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkti að umbeðnar upplýsingar verði veittar.
28. Mennta- og menningarmálaráðneytið, velferð og vellíðan í skólum
Lagt fram bréf, dags. 3. september 2010, frá mennta- og menningamálaráðuneytinu, þar sem hvatt er til að hlúð sé sem best að velferð barna og ungmenna á öllum skólastigum.
Til kynningar.
29. Fundargerð stjórnar Eyþings, 10. ágúst 2010
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.