Fundargerð - 15. maí 2002
Miðvikudagskvöldið 15. maí 2002 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar að Melum kl. 20:30. Mættir voru
1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 22.04.2002 var samþykkt. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 09.05.2002 var kynnt. Fundargerð skólanefndar frá 02.05.2002 var kynnt. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla frá 06.05.2002 var rædd sérstaklega um húsaleigu og akstur starfsmanna. Fundargerðin var samþykkt. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að segja húsaleigu í Þelamerkurskóla upp frá 1. ágúst og leggja drög að nýjum samningum. Fundargerð fjallskilanefndar frá 22.04.2002 var kynnt. Afgreiðslu vísað til nýrrar sveitarstjórnar. Fundargerð leikskólanefndar frá 06.05.2002 var kynnt. Fundargerð framkvæmdanefndar frá 22.5.2202 var kynnt, þar kemur fram að Sverrir Haraldsson Skriðu tekur að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmdum að breytingum á félagsheimilinu á Melum. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina. Fundargerð byggingarnefndar frá 07.05.2002 var samþykkt.
2. Sveitarstjórn yfirfór kjörskrár Hörgárbyggðar fyrir sveitarstjórnarkosningar 25. maí 2002 á kjörskrá eru 274; þar af eru karlar 154 og 120 konur. Sveitarstjórn gerði ekki athugasemdir við kjörskrána. Sveitarstjórn fól oddvita að undirrita kjörskrána. Kjörskrá liggur frammi hjá oddvita Oddi Gunnarssyni Dagverðareyri til kjördags.
3. Samningur um rekstur á byggingafulltrúaembætti Eyjafjarðarsvæðis og skipan byggingarmála samkvæmt 6. gr. laga nr. 73/1997. Samningurinn samþykktur á aðalfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar 12. desember 2001 með fyrirvara um samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Sveitarstjórn samþykkir samninginn.
4. Sveitarstjórn samþykkir að kaupa hljóðkerfi og ljósabúnað af leikfélagi Hörgdæla sem metin eru á 1.000.000.- Hlutur Hörgárbyggðar 82% eða 820.000.- Jafnframt ákvað sveitarstjórn að veita kr. 2.000.000.- úr Menningarsjóði Hörgárbyggðar (áður Glæsibæjarhrepps) til framkvæmda við félagheimilið á Melum. Sveitarstjórn bárust þrjú tilboð í smíðavinnu við félagsheimilið á Melum.
Nr. 1.frá Þorsteini Áskelssyni og Þorvarði Þorsteinssyni það er kr. 2.150 án vsk. pr./tíma. Ekkert fyrir fæði og bíl.
Nr. 2. Frá Rúnari Búasyni, hann býður 2.165 kr. án vsk. pr./tíma auk 1.000.- í fæðispeninga pr. mann á dag. Ekkert fyrir bíl.
Nr. 3 Frá Guðmundi Þorgilssyni og Degi Hermannssyni kr. 1.776.000 án vsk. í smíðavinnu og niðurrif. Tilboðið gerir ekki ráð fyrir efniskaupum né kostnaði við lagningu rafmagns. Sveitarstjórn samþykkir að heimila framkvæmdanefnd og Sverri Haraldssyni, sem er umsjónarmaður með verkinu að yfirfara tilboðin og gera samning við verktaka.
5. Bréf frá Halli Jónassyni Lindasíðu 4 Akureyri, áður lagt fram á fundi 17.04.2002. Sveitarfélaginu er boðið að kaupa jörðina Hraun í Öxnadal með friðlýsingu í huga. Sveitarstjórnin er ekki tilbúin að kaupa jörðina, en bendir landeigendum á að leita til Héraðsnefndar þannig að fleiri sveitarfélög komi að málinu.
6. Styrkbeiðnir frá Krabbameinsfélagi Akureyrar, Rauða krossi Íslands, Blindrafélaginu og Skógræktarfélagi Íslands. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar um kr. 20.000.-. Öðrum styrkbeiðnum hafnað.
7. Oddviti kynnti efni bréfs frá Eddu Rögnvaldsdóttur, sem spyr hvort grundvöllur sé fyrir að hafa unglingavinnu í sumar. Oddvita falið að kanna málið.
8. Sveitarstjórn barst bréf frá Ásgeiri Valdimarssyni um leigu á hólfi í landi Samtúns í Hörgárbyggð. Sveitarstjórn samþykkir að leigja Ásgeiri hólfið til eins árs.
9. Reikningar Hörgárbyggð 2001 Sigfús Karlsson fjármálastjóri mætti með rekstrar og framkvæmdayfirlit 2001. Sigfús ætlar að afhenda löggiltum endurskoðanda ársreikninginn á morgun. Sigfús ætlar að mæta með endurskoðaðan ársreikninginn að kveldi 27. maí.
10.a. Oddviti kynnti breytingu á deiliskipulagi í landi Steðja í Hörgárbyggð. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag í landi Steðja.
10.b. Sveitarstjórn samþykkir að boðið verði upp á að rúlluplast og brotajárn verði fjarlægt í júní. Oddvita falið að ganga til samninga við Hauk Steindórsson og Árna Hermannsson um flutning á járni og plasti.
10.c. Erindi frá Oddi Gunnarssyni, umsókn um að byggja aðstöðuhús í skógarreit á Dagverðareyri. Erindið samþykkt.
10.d. Bréf frá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar; Sigrún Hulda Steingrímsdóttir. Leitað eftir stuðningi sveitarstjórna Hörgárbyggðar vegna sumarvinnu fyrir fatlaða einstakling. Greiðsla kr. 105.000.- fyrir sjö vikur. Sveitarstjórn samþykkir erindið.
Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið.
Fundarritarar Helgi B. Steinsson og Ármann Búason