Fundargerð - 15. júní 2017
Sveitarstjórn Hörgársveitar
81. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 15. júní 2017 kl.15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Fundargerð atvinnu- og menningarmálanefndar frá 6. júní 2017
Fundargerðin lögð fram.
Sveitarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarmálanefnd varðandi stuðning við að Verksmiðjan á Hjalteyri fái föst fjárframlög frá ríkinu.
Jafnframt fagnar sveitarstjórn samþykkt þingsályktunartillögu þar sem Alþingi ályktaði að fela mennta- og menningarmálaráðherra og umhverfis- og auðlindarráðherra að stuðla að uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal.
2. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 13. júní 2017
Fundargerðin lögð fram ásamt fylgigögnum og þarfnast fjórir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar.
a) Í 1. lið deiliskipulag Lónsbakka.
Sveitarstjórn samþykkti að auglýsa deiliskipulagstillögu Lónsbakka, Hörgársveit skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt samþykkti sveitarstjórn að nýjar götur fái heitin Reynihlíð og Víðihlíð.
b) Í 2. lið deiliskipulag Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að skilmálum verbúða við Búðagötu verði ekki breytt í frístundahús eða búseta leyfð þar, eins og óskað er af eigendum, enda um hafnarsvæði að ræða.
c) Í 3.lið stækkun á landi Hagaskógar (Glæsibæ).
Sveitarstjórn samþykkti að landspilda alls 100.686 m2 að stærð samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti verði tekin úr landi Glæsibæjar l.nr. 152-488 og verði sameinuð Hagaskógi l.nr. 187-134 sem verði þá alls 169.078 m2 að stærð samkvæmt uppdrætti.
d) Í 5. lið heimild til að byggja íbúðarhús og vélageymslu að Bragholti.
Sveitarstjórn samþykkti að heimila fyrir sitt leyti byggingu íbúðarhúss og vélageymslu að Bragholti samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.
3. Fundargerðir Eyþings frá 15. maí og 7. júní 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
4. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, rekstrarleyfi
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir sölu veitinga á veitingastaðnum Eyri Restaurant, Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að rekstrarleyfið verði veitt.
5. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ný rekstrarleyfi
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna tveggja umsókna um ný starfsleyfi fyrir sölu gistingar og veitinga í Richardshúsi Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að rekstrarleyfin verði veitt.
6. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, rekstrarleyfi
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir sölu gistingar að Engimýri.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að rekstrarleyfið verði veitt.
7. Skólaakstur
Lögð fram áætlun um skólaakstur næsta skólaár.
Sveitarstjórn samþykkti að leita samninga við núverandi samningsaðila um skólaakstur á næsta skólaári á grundvelli fyrri samninga.
Ásrún Árnadóttir og Jón Þór Benediktsson véku af fundi undir þessum lið.
8. Umsögn um lögbýlisskráningu
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins varðandi lögbýlis-skráningu að Ósi landnúmer 221-153.
Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd fyrir sitt leyti við að lögbýlis-skráningin verði heimiluð.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16:40