Fundargerð - 15. janúar 2014
Miðvikudaginn 15. janúar 2014 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.
Þetta gerðist:
1. Fundargerð heilbrigðisnefndar 4. desember 2013
Fundargerðin er í sjö liðum, auk tólf umsókna um starfsleyfi. Tvær starfsleyfisumsóknir varðar Hörgársveit með beinum hætti, þ.e. veitt eru starfsleyfi fyrir sláturhús og kjötvinnslu B. Jensen ehf. og fráveitu vegna B. Jensen ehf.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
2. Fundargerð byggingarnefndar 13. desember 2013
Fundargerðin er í átta liðum, þrír þeirra varða Hörgársveit með beinum hætti, þ.e. breytingar á Þelamerkurskóla, frístundahús í Arnarnesreit og stöðuleyfi í eitt ár fyrir stýrishús á Hjalteyri.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
3. Hólahólar og Hóladalur, friðlýsing
Umsagnir skipulags- og umhverfisnefndar um fyrirliggjandi drög að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals lágu fyrir fundinum, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 20. nóvember 2013.
Sveitarstjórn samþykkti ekki tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, sem er í lið 2 í fundargerð nefndarinnar frá 14. janúar 2014.
Sveitarstjórn samþykkti að fresta til næsta fundar sveitarstjórnarinnar að taka afstöðu þeirrar tillögu skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. janúar 2014 að auglýsing um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals verði birt skv. fyrirliggjandi drögum að með eftirtöldum breytingum: 1) Vesturmörk hins friðlýsta svæðis verði um 100 m austan við Hringveg, 2) Í 2. mgr. 8. gr. falli burt að umferð snjósleða sé háð leyfi landeiganda. Jafnframt samþykkti sveitarstjórnin að viðræður fari fram við Umhverfisstofnun og viðkomandi landeigendur um framangreinda breytingar.
4. Fagravík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina í Fögruvík, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 20. nóvember 2013. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst með þeirri breytingu að byggingarreitur tilgreinds þjónustuhúss verði færður þannig að hann verði a.m.k. 25 m frá lóðarmörkum Pétursborgar. Þá lá fyrir fundinum umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um bréf, dags. 28. nóvember 2013, frá Lögmannsstofu Akureyrar, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 12. desember 2013, þar sem þess er krafist að gámur sem er í frístundabyggðinni verði fjarlægður nú þegar.
Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina í Fögruvík verði auglýst, með þeirri breytingu að byggingarreitur tilgreinds þjónustuhúss verði færður, þannig að hann verði a.m.k. 25 m frá lóðarmörkum Pétursborgar. Ennfremur samþykkti sveitarstjórnin að líta á bréf Lögmannsstofu Akureyrar, dags. 28. nóvember 2013, sem formlega athugasemd við deiliskipulagsbreytingartillöguna.
5. Skútar, framkvæmdaleyfi fyrir afleggjara
Lagt fram bréf, dags. 6. desember 2013, frá Skútabergi ehf., þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir afleggjara að gamla bænum að Skútum.
Sveitarstjórn samþykkti, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir afleggjara að gamla bænum á Skútum, í samrærmi við deiliskipulag. Framkvæmdaleyfisgjald, kr. 49.000, greiðist.
6. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 9. janúar 2014
Fundargerðin er í sjö liðum, þrír þeirra, um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals, um breytingu á deiliskipulagi í Fögruvík og um framkvæmdaleyfi fyrir afleggjara að Skútum, voru til afgreiðslu í dagskrárliðunum hér á undan. Aðrir liðir hennar varða stöðu aðalskipulagsgerðar, tvær umsagnir um deiliskipulagstillögur á Akureyri og um fyrirspurn um lóð fyrir verbúð á Hjalteyri.
Sveitarstjórn samþykkti tillögur skipulags- og umhverfisnefndar sem varða fyrirliggjandi deiliskipulagstillögur á Akureyri og um fyrirspurn um verbúð á Hjalteyri. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.
7. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar 2014
Fundargerðin er í tveimum liðum, um aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024 og um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals. Í fyrri lið fundargerðarinnar er lagt til að óskað verði eftir samþykki ráðherra til að fresta í allt að fjögur ár að ákvarða þá þætti aðalskipulags sveitarfélagsins sem varða Blöndulínu 3. Í síðari lið fundargerðarinnar er lagt til að því verði frestað að taka afstöðu fyrirliggjandi draga að auglýsingu um friðlýsingu Hólahóla og Hóladals.
Sveitarstjórn samþykkti, að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, að óska eftir samþykki ráðherra til að fresta í allt að fjögur ár að ákvarða þá þætti aðalskipulags sveitarfélagsins sem varða Blöndulínu 3.
Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Helgi Þór Helgason og Sunna H. Jóhannesdóttir viku af fundi við umræður og afgreiðslu á fyrri dagskrárlið fundargerðarinnar, þar sem þau hafa lýst sig til vanhæf til að fjalla um málefni Blöndulínu 3 í gerð aðalskipulags, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 19. júní 2013. Sæti þeirra tóku Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Sturluson og Jón Þór Benediktsson.
8. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, starfsreglur og aðstaða
Lagt fram bréf, dags. 12. janúar 2014, frá Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar, þar sem gerð er grein fyrir drögum að starfsreglum fyrir nefndina. Ennfremur er lagt fram bréf frá nefndinni, dags. 10. janúar 2014, með samþykkt hennar um að samastaður nefndarinnar verði hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE).
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að starfsreglum fyrir Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar og að rétt sé að samastaður nefndarinnar verði hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.
9. Skipulagsfulltrúi
Rætt um möguleika á ráðningu skipulagsfulltrúa fyrir sveitarfélagið.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að stofnsett verði embætti skipulagsfulltrúa fyrir sveitarfélagið og hvetur aðildarsveitarfélög byggingafulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis til að sameinast um það.
10. Lánasjóður sveitarfélaga, lántaka
Rætt um lántöku vegna væntanlegra framkvæmda í Þelamerkurskóla á yfirstandandi ári, sbr. fjárhagsáætlun fyrir árið 2014.
Sveitarstjórn samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 70.000.000 kr. til 15 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að standa straum af kostnaði við endurbætur á Þelamerkurskóla, sem miða að því að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og brunavarnir, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Guðmundi Sigvaldasyni, kt. 140454-4869, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
11. Flokkun Eyjafjörður ehf., hlutafjáraukning
Gerð grein fyrir því að á aðalfundi Flokkunar Eyjafjörður ehf. 30. desember 2013 var samþykkt að auka hlutafé í félaginu vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar á Moltu ehf. um 54,5 millj. kr. Hlutur Hörgársveitar í hlutafjáraukningunni er 1.357.069 kr. Gert er ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun ársins 2014.
Sveitarstjórn samþykkti að hlutur Hörgársveitar í Flokkun Eyjafjörður ehf. verði aukinn um 1.357.069 kr.
12. Hjalteyri ehf., viðræður um endurskoðun á skuldabréfi
Gerð grein fyrir viðræðum um endurskoðun á skilmálum skuldabréfs sem Hjalteyri ehf. gaf út vegna kaupa á verksmiðjubyggingunum á Hjalteyri, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 16. október 2013.
Sveitarstjórn samþykkti veita sveitarstjóra umboð til að semja um nýja skilmála á fjárhæð skuldabréfs sem Hjalteyri ehf. gaf út vegna kaupa á verksmiðjubyggingunum á Hjalteyri, í samræmi við umræður á fundinum.
13. Sundkort, reglur
Lagt fram bréf, dags. 9. janúar 2014, frá Kristni Þórissyni, þar sem gerð er athugasemd við gildandi reglur um sundkort.
Sveitarstjórn samþykkti að þeirri reglu að aðeins þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eigi kost á sundkortum verði ekki breytt að svo stöddu.
14. Almenningur, dómur í þjóðlendumáli
Lagt fram bréf, dags. 17. desember 2013, frá Lögmönnum Suðurlandi, þar sem gerð er grein fyrir héraðsdómi í þjóðlendumáli, sem varðar Almenning. Niðurstaðan hans er að úrskurður Óbyggðanefndar standi.
Sveitarstjórn samþykkti að dómi héraðsdóms í þjóðlendumáli, sem varðar Almenning verði ekki áfrýjað til Hæstaréttar.
15. Greið leið ehf., forkaupsréttur hlutabréfa
Lagt fram bréf, dags. 13. desember 2013, frá Greiðri leið ehf. þar sem gerð er grein fyrir forkaupsrétti sveitarfélagsins á nýjum hlutum í félaginu. Fram kemur í bréfinu að kaupandi er að þeim hlutum sem um ræðir.
Sveitarstjórn samþykkti að nýta ekki forkaupsrétt sinn að nýjum hlutum í Greiðri leið ehf.
16. Þorrablót Hörgársveitar, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, dags. 13. janúar 2014, frá þorrablótsnefnd, þar sem óskað er eftir að húsaleiga vegna þorrablóts Hörgársveitar verði felld niður.
Sveitarstjórn samþykkti að þorrablót Hörgársveitar 2014 verði styrkt um 50.000 kr. og að jafnframt að árshátíð Þelamerkurskóla 2014 verði styrkt um 50.000 kr.
Axel Grettisson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
17. Trúnaðarmál