Fundargerð - 15. febrúar 2012

Miðvikudaginn 15. febrúar 2012 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Brynjarsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Fundarritari: Guðmundur Sigvaldason.

 

Þetta gerðist:

 

1. Þriggja ára áætlun sveitarsjóðs 2013-2015, síðari umræða

Lögð fram drög að þriggja ára áætlun sveitarsjóðs fyrir árin 2013-2015, byggð á þeim forsendum sem lagðar voru fram við fyrri umræðu um áætlunina, sem fór fram á fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2012. Skv. drögunum er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur ársins 2013 verði 24,9 millj. kr., árið 2014 25,4 millj. kr. og árið 2015 27,5 millj. kr. Á þessum tíma er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á alls 50 millj. kr. en að langtímalán verði ekki tekin.

Sveitarstjórn samþykkti drög að þriggja ára áætlun fyrir árin 2013-2015 eins og þau voru lögð fram.

 

2. Fjárhagsáætlun 2012, viðauki

Lögð fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2012, sbr. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Auðkenni viðaukans er 01/2012. Drög hans gera ráð fyrir hækkun nokkurra gjaldaliða upp á samtals 830 þús. kr. Á móti er einn gjaldaliður lækkaður um 80 þús. kr. og gert ráð fyrir hærra útgjaldajöfnunarframlagi frá Jöfnunarsjóði sem nemur 750 þús. kr. Heildarniðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar breytast því ekki.

Sveitarstjórn samþykkti framlögð drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2012, nr. 01/2012, eins og þau voru lögð fram.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 25. janúar 2012

Fundargerðin er í tólf liðum, auk afgreiðslu á fimmtán starfsleyfum. Þessir liðir varðar ekki Hörgársveit með beinum hætti, nema umsögn um gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs fyrir sveitarfélagið.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

4. Spónsgerði, framkvæmdaleyfi efnistöku

Tekin fyrir að nýju umsókn, dags. 27. október 2011, frá HGH verki ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Spónsgerðis, sjá fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 12. desember 2011 (4. liður) og 1. febrúar 2012 (4. liður). Nefndin leggur til að sveitarstjórn veiti umbeðið framkvæmdaleyfi á grundvelli þeirra gagna sem lögð hafa verið fram.

Sveitarstjórn samþykkti að HGH verki ehf. verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Spónsgerðis á grundvelli fyrirliggjandi gagna með gildistíma til 1. október 2017 og að óskað verði eftir því við Umhverfisstofnun að trygging vegna frágangs svæðisins verði lögð fram, sbr. 48. gr. laga um náttúruvernd. Framkvæmdaleyfisgjald, kr. 129.000, greiðist.

 

5. Vaglir, framkvæmdaleyfi vegar

Lagt fram bréf, dags. 13. desember 2011, frá Skógrækt ríkisins þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir nýrri aðkomuleið að skóglendinu á Vöglum á Þelamörk. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdaleyfið verði veitt, sjá fundargerð nefndarinnar 1. febrúar 2012 (5. liður).

Sveitarstjórn samþykkti að Skógrækt ríkisins verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir nýrri aðkomuleið að skóglendinu á Vöglum á Þelamörk, á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Framkvæmdaleyfisgjald, kr. 49.000, greiðist.

 

6. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 1. febrúar 2012

Fundargerðin er í sjö liðum. Tveir þeirra voru til afgreiðslu í dagskrárliðunum hér að framan (nr. 4-5). Í öðrum liðum fundargerðarinnar eru tillögur til sveitarstjórnar um samstarfshóp um skipulagsmál á sveitarfélagsmörkum Hörgársveitar og Akureyrarbæjar, um gjaldskrá fyrir skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfi og um matsáætlun umhverfismats vegna efnistöku á Björgum II. Þá er í fundargerðinni fjallað um rekstur skipulagsmála og umhverfismála á árinu 2011, um gerð aðalskipulags með vísan til íbúafundar sem var 25. janúar 2012 og um yfirlit um starf nefndarinnar sem náttúruverndarnefndar á árinu 2011, sbr. 11. gr. laga um náttúruvernd.

Sveitarstjórn samþykkti tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um samstarfshóp um skipulagsmál á sveitarfélagsmörkum Hörgársveitar og Akureyrarbæjar og um matsáætlun umhverfismats vegna efnistöku á Björgum II. Þá samþykkti sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að gjaldskrá fyrir skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfi. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

7. Fundargerð menningar- og tómstundanefndar, 6. febrúar 2012

Fundargerðin er í sjö liðum, um rekstur menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála á árinu 2011, um viðgerð á sundlaugarbakka Íþróttamiðstöðvarinnar, um afnot af íþróttasal fyrir þorrablót 2013, um samning um stuðning við Amtmannssetrið á Möðruvöllum ses., um bréf UMSE um rekstrarstyrk á árinu 2012 og um íbúafund um menningarmál og tómstundamál.

Sveitarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög að samningum um viðgerð á sundlaugarbakka og um stuðning við Amtmannssetrið á Möðruvöllum ses. og tillögu menningar- og tómstundanefndar um rekstrarstyrk til UMSE. Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

8. Fundargerð félagsmála- og jafnréttisnefndar, 9. febrúar 2012

Fundargerðin er í fjórum liðum, um rekstur félagsþjónustu á árinu 2011, um samning um ráðgjafarþjónustu, um félagslega heimaþjónustu og um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Félagsmála- og jafnréttisnefnd leggur fyrir sitt leyti til að fyrirliggjandi drög að samningi um ráðgjafarþjónustu verði samþykkt.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu draga að samningi um ráðgjafarþjónustu þangað til fræðslunefnd hefur fjallað um þau. Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

9. Fundargerð atvinnumálanefndar, 13. febrúar 2012

Fundargerðin er í einum lið, um afstöðu sveitarfélagsins til tiltekinnar uppbyggingar á Dysnessvæðinu.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

10. Götulýsing, viðræður um breytt eignarhald

Lagt fram bréf, dags. 20. janúar 2012, frá Rarik ohf., þar sem gerð er grein fyrir hækkun viðhaldsgjalds vegna götulýsingar og ósk um viðræður um yfirtöku á þeim götulýsingarkerfum sem fyrirtækið á og eru í sveitarfélaginu. Þá var lagt fram tölvubréf, dags. 13. febrúar 2012, frá RARIK þar sem gerð er grein fyrir fundi RARIKs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um þetta mál. Þar kemur m.a. fram að í smíðum er fyrirmynd að samningi um yfirtöku sveitarfélags á götuljósaeignum.

Sveitarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu á framkominni ósk um viðræður um yfirtöku á þeim götuljósaeignum í sveitarfélaginu, sem nú eru í eigu RARIK, þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.

 

11. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2014, umsögn

Lagt fram til kynningar tölvubréf, dags. 3. febrúar 2012, frá nefndasviði Alþingis með ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2011-2014.

 

12. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, umsögn

Lagt fram tölvubréf, dags. 3. febrúar 2012, frá nefndasviði Alþingis með ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2011-2022. Í tillögunni kemur m.a. fram að gert er ráð fyrir framkvæmdum við Hörgárdalsveg frá Hólkoti að Skriðu á 3. tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2019-2022.

Sveitarstjórn samþykkti að í umsögn um þingsályktunartillöguna verði gerð sú krafa að gert verði ráð fyrir framkvæmdum við Hörgárdalsveg á 2. tímabili áætlunarinnar.

 

13. Tillaga til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2011-2014

Lagt fram tölvubréf, dags. 8. febrúar 2012, frá nefndasviði Alþingis með ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2011-2014.

Sveitarstjórn samþykkti að í umsögn um þingsályktunartillögu um fjarskiptaáætlun 2011-2014 verði henni fagnað um leið og gerð er sú krafa að strax verði gerð framkvæmdaáætlun sem miðar að því að tryggja að öll heimili í landinu hafi fengið fullnægjandi netsamband og farsímasamband í síðasta lagi á árinu 2013, þar sem fjöldi heimila búi við algerlega óviðunandi mismunun í þessum efnum miðað við það sem almennt gerist.

 

14. Tillaga til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2011-2022, umsögn

Lagt fram tölvubréf, dags. 8. febrúar 2012, frá nefndasviði Alþingis með ósk um umsögn um tillögu til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun 2011-2022.

Sveitarstjórn samþykkti að umsögn um þingsályktunartillögu um fjarskiptaáætlun 2011-2022 verði samhljóða umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun 2011-2014.

 

15. Berghóll II, brottflutningur

Rætt um brottflutning Berghóls II í ljósi þess að sveitarfélagið er orðinn eigandi að öllu húsinu.

Sveitarstjórn samþykkti að hafinn verði undirbúningur að því að auglýsa húsið Berghól II til sölu og brottflutnings.

 

16. Landgræðsla ríkisins, styrkbeiðni

Lagt fram bréf, dags. 19. janúar 2012, frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrkveitingu vegna verkefnisins „Bændur græða landið“ á árinu 2012.

Sveitarstjórn samþykkti að veita Landgræðslunni styrk að fjárhæð kr. 30.000 til verkefnisins „Bændur græða landið“.

 

17. Greið leið ehf., hluthafafundur

Lagt fram bréf, dags. 8. febrúar 2012, frá Greiðri leið ehf. þar sem boðað er til hluthafafundar 16. febrúar 2012.

Sveitarstjórn samþykkti að Guðmundur Sigvaldason fari með umboð Hörgársveitar á hluthafafundi Greiðrar leiðar ehf. 16. febrúar 2012.

 

18. Samþykkt og gjaldskrá hundahalds, mótmæli

Lagt fram bréf, dags. 10. febrúar 2012, frá Eiríki V. Kristvinssyni og Önnu Dóru Gunnarsdóttur þar sem mótmælt er „breytingum á löggjöf um hundahald í Hörgársveit“.

Sveitarstjórn samþykkti að fyrirliggjandi bréfi Eiríks V. Kristvinssonar og Önnu Dóru Gunnarsdóttur um hundahald verði svarað í samræmi við umræður á fundinum.

 

19. Landssamtök landeigenda, aðalfundur

Lagt fram aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda. Aðalfundurinn verður 16. febrúar 2012 í Reykjavík.

 

20. Fundargerð stjórnar Eyþings, 16. desember 2011

Fundargerðin er í sextán liðum.

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar af hálfu sveitarstjórnarinnar.

 

21. Trúnaðarmál

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 23:40.