Fundargerð - 15. desember 2016
Fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 15:00 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson, Jóhanna María Oddsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir.
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Fundargerð stjórnar Eyþings frá 23.11. 2016
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2. Fráveitumál Lónsbakka
Lagt fram minnisblað varðandi viðræður við Norðurorku um fráveitumál við Lónsbakka.
Sveitarstjórn samþykktiað fresta frekari viðræðum við Norðurorku að sinni, en kannað verði með, hvað hægt er að bæta mörgum húseignum á núverandi kerfi, með það þó í huga að það geti tengst fráveitukerfi Norðurorku í framtíðinni. Jafnframt verði kannað með breytingar á gjaldskrá fráveitu með það að leiðarljósi að tekjur verði meira í samræmi við kostnað. Tillögur um slíkar breytingar verði lagðar fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
3. Hjalteyri kynning deiliskipulag
Í framhaldi af kynningu um verkefnið Hulinn heimur hafsins sem sveitarstjórn var boðið á í byrjun vikunnar og í ljósi þeirrar vinnu sem í gangi er við deiliskipulag Hjalteyrar var málið til umræðu.
4. Samningur um afnot af vatni úr Þorvaldsdalsá
Lagt fram uppkast að samningi varðandi afnot af vatni úr Þorvaldsdalsá en Hörgársveit er einn eiganda jarða sem liggja að ánni og er því einn af samningsaðilum.
Sveitarstjórn samþykktiað áfram verði unnið að málinu í samráði við aðra landeigendur.
5. Kosning fulltrúa Hörgársveitar í byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis
Sveitarstjórn samþykkti að kjósa Unnar Eiríksson sem aðalfulltrúa Hörgársveitar í byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis
6. Samningur við Akureyarbæ um ráðgjafarþjónustu
Lagður fram tölvupóstur frá Akureyrarbæ varðandi endurnýjun á samningnum.
Sveitarstjórn samþykkti að fundað verði með fulltrúum Akureyrarbæjar um endurnýjun á samningnum sem síðan kæmi til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7. Erindi um fund vegna brennsluofns
Lagt fram erindi frá nokkrum íbúum við Skógarhlíð og Birkihlíð þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið boði til fundar með íbúum við Lónsbakka vegna brennsluofnsins við sláturhúsið Lóni.
Sveitarstjórn samþykktiað halda fund um málið í janúar n.k.
8. Aðalfundur Hrauns í Öxnadal ehf
Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar 2016 þann 28.12. n.k.
Sveitarstjórn samþykktiað sveitarstjóri fari með umboð Hörgársveitar á fundinum.
9. Ós erindi um sameiningu landspildna ofl.
Lagt fram erindi frá eigendum jarðarinnar Ós ásamt uppdráttum.
Í samræmi við erindið og meðfylgjandi uppdrætti samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi:
1) Heimild fyrir sitt leiti til að staðsetja á landinu 110 fm plastgróðurhús fyrir plöntuuppeldi, hæð um 2,5 -3m.
2) Heimild fyrir sitt leiti til að sameina landsp. B, l.nr. 221153 við Ós land, l.nr. 192713.
3) Heimild fyrir sitt leiti til að óskað verði eftir lögbýlisskráningu á sameinuðu spilduna.
10. Þorrablót 2017, styrkbeiðni
Lagt fram bréf frá þorrablótsnefnd, þar sem óskað er eftir styrk til niðurgreiðslu á húsaleigu fyrir þorrablótið.
Sveitarstjórn samþykkti að þorrablót ársins 2017 verði styrkt með afslætti af húsaleigu um 50%.
11. Styrkbeiðnir vegna reksturs Aflsins og Kvennaathvarfsins
Lagðar fram styrkbeiðnir frá Aflinu og Kvennaathvarfinu.
Sveitarstjórn samþykkti að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2017.
12. Fjárhagsáætlun 2017-2020, síðari umræða
Fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og veitna fyrir árin 2017-2020 var tekin til síðari umræðu. Fyrir lá endurskoðuð tillaga með breytingum á þeirri tillögu sem var til fyrri umræðu, í samræmi við nýjar upplýsingar. Þar var meðal annars rætt um fjárfestingar og eignasölu og var ákveðið að skoða með sölu á Hlíðarbæ.
Sveitarstjórn samþykkti framlagða tillögu að fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2017-2020. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að á árinu 2017 verði skatttekjur 415.436 þús. kr., að heildarrekstrarkostnaður A-hluta (nettó) verði 397.599 þús. kr. og að rekstrarhalli veitna verði 8.847 þús. kr, þannig að rekstrarafgangur verði 8.990 þús. kr. Veltufé frá rekstri verði 31.829 þús. kr.. Áætlað er að til framkvæmda og annarra eignabreytinga á árinu verði varið 8,5 millj. kr. og að engin ný lántaka verði á árinu 2017 en eldri skuldir verði greiddar niður um 25 milljónir. Þá er áætlað að handbært fé í árslok 2017 verði 5,4 millj. kr. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 gerir ráð fyrir að afgangur af rekstri samstæðunnar verði 9,2 millj. kr., á árinu 2019 verði hann 9,4 millj. kr. og 9,5 millj. kr. á árinu 2020.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 16:40