Fundargerð - 14. nóvember 2017
Fræðslunefnd Hörgársveitar
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 kl. 16:00 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri, Hulda Arnsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
1. Yfirlit yfir starfið
Leikskólastjóri, Hugrún Ósk Hermannsdóttir fór yfir starfsemina í Álfasteini og kom þar m.a. að nú eru 29 börn í vistun, en áætlað er að þeim muni fjölga á næstu vikum og mánuðum.
2. Sumarlokun 2018
Ákveðið var að sumarlokun leikskólans 2018 verði frá 2. til 27. júlí.
Sameiginleg málefni:
3. Gjaldskrár
Lögð fram tillaga að gjaldskrám er varðar leik- og grunnskóla 2018.
Fræðslunefnd samþykkti gjaldskrárnar fyrir sitt leyti.
4. Fjárhagsáætlun 2018
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2018 fyrir fræðslumál og þær stofnanir sem heyra undir þann málaflokk.
Fræðslunefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti.
5. Foreldranámskeið í jákvæðum aga
Á foreldranámskeið í jákvæðum aga sem haldið var bæði fyrir Álfastein og Þelamerkurskóla 7. og 14. október s.l. var mætt frá um það bil helmingi heimila barna í sveitarfélaginu.
Málefni Þelamerkurskóla:
6. Skólastarfið nemendafjöldi og fleira
Skólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir fór yfir starfsemina í Þelamerkurskóla og kom m.a. fram að 71 nemandi er nú í skólanum í fimm námshópum.
7. Breyting á skóladagatali
Skólastjóri lagði til þær breytingar á skóladagatali Þelamerkurskóla 2017-2018 að 18. apríl verði endurmenntunardagur starfsmanna í stað göngudags 24. ágúst.
Fræðslunefnd staðfesti breytinguna fyrir sitt leyti og leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt.
8. Námsferð til Hollands kynning
Skólastjóri kynnti námsferð sem hún ásamt aðstoðarskólastjóra og iðjuþjálfa skólans fóru í til Hollands nú í október. Námsferðin var kostuð af Erasmus verkefninu.
9. Innra mat skólans
Skólastjóri óskaði eftir að fá heimild til að fá tilboð í matskerfi fyrir sjálfsmat skóla frá Fræðsluskrifstofu Skagafjarðar.
Fræðslunefnd samþykkti heimild til að leita tilboðs.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 17:43