Fundargerð - 14. janúar 2013
Mánudaginn 14. janúar 2013 kl. 16:15 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn:
Þetta gerðist:
1. Dysnes, lýsing á skipulagsverkefni
Lögð fram drög að lýsingu á skipulagsverkefninu Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis við Dysnes og drög að helstu forsendum verkefnisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fyrirliggjandi drög að skipulagsverkefninu Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis við Dysnes verði kynnt sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, umræða
Lagður fram uppdráttur, sem sýnir mörk hafnarsvæðis annars vegar og iðnaðar- og athafnasvæðis hinsvegar á Dysnesi í u.þ.b. 250 m fjarlægð frá strönd, samsíða henni, en áður hafði skipulags- og umhverfisnefnd gert ráð fyrir að mörkin yrði 75 m frá strönd.
Lögð fram hugmynd að fyrirvara um legu og gerð flutningsleiða raforku um sveitarfélagið, sem gengur út að framkvæmdaleyfi rafmagnslína verði ekki veitt nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að mörk hafnarsvæðis annars vegar og iðnaðar- og athafnasvæðis hinsvegar á Dysnesi verði u.þ.b. 250 m fjarlægð frá strönd, samsíða henni.Þá samþykkti nefndin framlagðahugmynd að fyrirvara um legu og gerð flutningsleiða raforku um sveitarfélagið, sem gengur út að framkvæmdaleyfi rafmagnslína verði ekki veitt nema að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Ennfremursamþykkti nefndin með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillaga að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024send lögformlegum umsagnaraðilum, þar á með sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar,til umsagnar og jafnframt aðhún, ásamt forsendum hennar og umhverfismati, verði kynnt á íbúafundi. Samþykkt var að stefna að slíkum fundi 6. mars 2013.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 17:30.