Fundargerð - 14. ágúst 2017
Atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar
Mánudaginn 14. ágúst 2017 kl. 13:00 kom atvinnu- og menningarmálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jóhanna María Oddsdóttir, Bernharð Arnarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Þórður R Þórðarson í atvinnu- og menningarmálanefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Heimsókn í fyrirtæki í Hörgársveit
Nefndin fór í heimsókn í nokkur fyrirtæki á Hörgársveit og fékk kynningu á starfseminni á hverjum stað. Eftirfarandi fyrirtæki voru heimsótt:
Jötunn-vélar
B.Jensen
Gistiheimilið Lónsá
Norðursigling og Kaffi Eyri Hjalteyri
Strýtan Erlendur Bogason Hjalteyri
Litla-Brekka
Skjaldarvík
Nefndarmenn voru sammála um að heimsóknir þessar hafi verið mjög áhugaverðar og ánægulegt að kynnast gróskumiklu starfi í þessum fyrirtækjum.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 20:30