Fundargerð - 14. ágúst 2007
Þriðjudaginn 14. ágúst 2007 kl. 13:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Skólabyrjun
Þelamerkurskóli verður settur 28. ágúst nk. Tilkynning um skólabyrjunina verður send út um næstu helgi. Gert er ráð fyrir 83 nemendum í skólanum í vetur.
Rætt um ástand á tölvutengingu skólans, en það er óviðunandi. Verið er að vinna í málinu.
Ákveðið var að fæðiskostnaður í mötuneyti verði 360 kr. skólaárið 2007/2008.
2. Fjárhagsstaða
Lögð fram útskrift úr fjárhagsbókhaldi Þelamerkurskóla miðað við 31. júlí 2007. Þar kemur fram að almennur rekstur skólans er í jafnvægi miðað við fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir að fjárhagsáætlun verði endurskoðuð síðar í haust.
3. Viðhaldsverkefni
Fram kom að kostnaður við viðhaldsverkefni ársins miðað við framangreinda útskrift er 1,4 milljónir kr. Yfirstandandi eru nokkur viðhaldsverkefni, s.s. dúklagnir og endurnýjun á lýsingu.
4. Skólastjórabústaður
Skólastjórabústaður var skoðaður og farið yfir þörf á endurbótum í húsinu.
Ákveðið var að skipta um hluta gólfefna og hluta innréttinga.
5. Sparkvöllur
Gerð sparkvallar er á lokastigi, en frágangi í kringum hann er ólokið. Þá er nokkur vinna eftir við hlaupabraut.
Rætt um hvernig frágangi kringum sparkvöll og leiktæki verði best fyrir komið. Skólastjóra og sveitarstjóra Hörgárbyggðar var falið að sjá um fráganginn.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 15:00