Fundargerð - 13. september 2005

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn í Þelamerkurskóla 13. sept. 2005 kl. 16:30.

 

Fundarmenn:

Sigurbjörg Jóhannesdóttir frá Hörgárbyggð, formaður

Sigrún Jónsdóttir frá Arnarneshreppi, varaformaður

Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð, ritari

Gylfi Jónsson fulltrúi foreldraráðs

Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri

Unnar Eiríksson aðstoðarskólastjóri

Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara

 

Þar sem ekki hefur verið haldinn fundur í foreldraráði var afráðið að Gylfi sæti þennan fund skólanefndar.

 

Dagskrá fundarins:

  1. Þróunarverkefni
  2. Öryggismál
  3. Skólastefna
  4. Skólanámskrá og skóladagatal

 

1. Þróunarverkefni

Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri kynnti þróunarverkefnið EN (einstaklingsmiðað nám) sem er í mótun í  samstarfi við skólaþróunardeild kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Búa á til stýrihóp sem fylgist með og leggur fram tillögur. Hópurinn á að vera samsettur af Önnu Lilju, Unnari, tveimur kennurum, einu foreldri og einum nemenda. Fulltrúi frá Háskólanum verður tengdur hópum. Anna Lilja gerði einnig grein fyrir námskeiðum sem starfsmenn skólans hafa setið undanfarið og munu vera í boði í vetur. Fyrir áramót fara kennarar á námskeið um heimsíðugerð en hugmyndin er hver kennari geti sett sitt efni inn á heimasíðuna. Í framhaldi verður einnig Mentor námskeið í gerð kennsluáætlana og fleira.

HHH hópur verður að störfum í vetur. Í vor verður árangurinn metinn af starfi hans.

 

2. Öryggismál

Rætt um aðstöðu til útikennslu, hættu varðandi nálægð leiksvæðis við þjóðveg, öryggi skólabarna í skólaakstri og notkun bílbelta í skólabílum en töluvert ber á því að þau spenni ekki bílbeltin. Stefna að fá fund með fulltrúum frá Vegagerð ríkisins og ræða öryggismál og merkingar við þjóðveginn með það fyrir augum að draga úr umferðarhraða og auka öryggi skólabarna á skólasvæðinu. Stefnt að hafa fundinn í október. Anna Lilja tekur að sér að afla gagna og undirbúa fundinn. Fleiri öryggismál rædd sem skapa hættu í nálægð skólasvæðis m.a. opnar malargryfjur sem eru norðan við skólann.

 

3. Skólastefna

Mikil vinna hefur verið lögð í endurskoðun skólastefnunnar sl. ár. Ákveðið að leggja fram endurskoðaða skólastefnu á kynningarfundi með stjórn foreldrafélags, foreldraráði, kennararáði, skólanefnd og skólastjórnendum þriðjudaginn 4. október kl. 16-18.

 

4. Skólanámskrá og skóladagatal

Anna Lilja Sigurðardóttir skólastjóri gerði grein fyrir fjölda kennslustunda í Þelamerkurskóla skólaárið 2005-2006 í samanburði við viðmiðun Menntamálaráðuneytis fyrir fjölda kennslustunda og tilgreint er í Aðalnámskrá grunnskóla. Skólinn er yfir viðmiðunarstundum í 1.-5. bekk og í samræmi við viðmiðunarstundir hjá 6. –10. bekk.

 

Gylfi Jónsson þakkaði í lok fundarins fyrir gott samstarf en þetta er síðasti fundur sem hann situr sem formaður foreldraráðs. Skólanefnd þakkaði honum fyrir gott samstarf og óskaði honum velfarnaðar.  

 

Fundi slitið kl. 19.

Fundaritari Hanna Rósa Sveinsdóttir