Fundargerð - 13. mars 2007
Þriðjudaginn 13. mars 2007 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson,
Fundurinn hófst kl. 15:00.
Fyrir var tekið:
1. Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dags. 21. febr. 2007, sem er skýrsla um eftirlit í Íþróttamiðstöðinni 19. febr. 2007. Farið er fram á lagfæringar í 11 liðum, jafnframt því sem tekið er fram að greinilega sé vel hugsað um aðstöðuna alla. Lagfæringar snúa aðallega að stýringum á hita og klór.
Forstöðumanni falið að gera Heilbrigðiseftirlitinu grein fyrir þeim ráðstöfunum sem fyrirhugaðar eru og snúa að þeim þáttum sem nefndir eru í ofangreindu bréfi.
2. Öryggismál
Óskað var eftir tilboðum í myndavéla- og öryggiskerfi fyrir Íþróttamiðstöðina frá þremur aðilum, sbr. fundargerð síðasta fundar. Tilboð bárust frá tveimur þeirra, Ljósgjafanum og Securitas Akureyri ehf., sem lögð voru fram í fundinum. Ákveðið var að öryggiskerfi verði sett upp
3. Girðing kringum sundlaugarsvæðið
Ákveðið að leggja til við sveitarstjórnarinnar að í sumar verði farið í girðingu kringum sundlaugarsvæðið í samræmi við fyrirliggjandi tilboð, upp á 1.671.815 kr. Í reglugerð um sundlaugar er krafa um að slík girðing sé 2,2 m að hæð.
4. Viðhald
Forstöðumaður lagði fram yfirlit yfir viðhaldsverkefni í Íþróttamiðstöðinni, sbr. fundargerð síðasta fundar.
Ákveðið að leggja til við sveitarstjórnarinnar að í sumar verði allir fjórir búningsklefar verði teknir í gegn, þ.e. flísalagðir og málaðir, auk þess sem skápar verði settir í karla- og kvennaklefana. Áætlaður kostnaður er 3,3 millj. kr.
5. Lagnakerfi
Rætt var um framhald á undirbúning fyrir endurbætur á lagnakerfi sundlaugarinnar, gufubaðs og potta.