Fundargerð - 13. júní 2012
Miðvikudaginn 13. júní 2012 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn:
Þetta gerðist:
1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, umræður
Lagðir fram minnispunktar frá skipulagsráðgjafa aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, þar sem gerð er grein fyrir eftirfarandi atriðum sem taka þarf ákvörðun um við skipulagsgerðina: Samgöngur (stofnbraut framhjá Lónsbakka, Bakkaselsbrekkugöng og reiðleiðir), hverfisvernd, iðnaðarsvæði, hafnarsvæði, íbúðasvæði á Gásum, Hjalteyri og mat á umhverfisáhrifum aðalskipulagsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að haldið verði áfram vinnu við aðalskipulagið í samræmi við umræður á fundinum.
2. Hraukbær, deiliskipulag vegna vélageymslu
Lögð fram lýsing á deiliskipulagsverkefni og tillaga að deiliskipulagi vegna vélageymslu í Hraukbæ.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggandi tillaga að deiliskipulagi vegna vélageymslu í landi Hraukbæjar verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hanna Rósa Sveinsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
3. Moldhaugar, afstöðumynd fjósbyggingar
Lögð fram afstöðumynd væntanlegrar fjósbyggingar á Moldhaugum. Sambærilegt mál var til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Hörgárbyggðar 7. apríl 2006, en þó var byggingarreitur þá að nokkru leyti annar er nú er gert ráð fyrir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að gerð verði tillaga að deiliskipulagi vegna væntanlegrar fjósbyggingar að Moldhaugum og jafnframt að sótt verði um undanþágu umhverfisráðuneytisins fyrir bygginguna, þar sem hún er innan lágmarksfjarlægðar frá stofnvegi, sbr. ákvæði 4.16.2 í skipulagsreglugerð.
4. Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram bréf, dags. 31. maí 2012, frá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun þar sem vakin er athygli á tilteknum lagaákvæðum um efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að efni ofangreinds bréfs verði kynnt þeim aðilum sem vitað um að eru með opnar efnisnámur í sveitarfélaginu.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 22:00.