Fundargerð - 13. apríl 2012
Föstudaginn 13. apríl 2012 kl. 12:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í veitingarsalnum á Engimýri.
Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Jósavin H. Arason og Solveig Lára Guðmundsdóttir. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Þá var Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar, á fundinum undir tveimur fyrstu dagskrárskrárliðnum.
Þetta gerðist:
1. Jónasarlaug, viðgerð á sundlaugarbakka
Gerð var grein fyrir framgangi viðgerðar á sundlaugarbakka Jónasarlaugar, sbr. 2. lið í fundargerð nefndarinnar frá 6. febrúar 2012. Fram kom að tímaáætlun virðist muni standast. Þá kom fram að framkvæmdir við viðgerðir rennibrautarinnar hæfust á næstu dögum.
2. Jónasarlaug, ljóðatenging
Gerð var grein fyrir framgangi hugmyndarinnar um tengingu Jónasarlaugar við skáld sem tengjast sveitinni, sbr. 4. lið í fundargerð nefndarinnar frá 7. desember 2011.
3. Umf. Smárinn, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, dags. 20. mars 2012, frá ungmennafélaginu Smáranum, þar sem óskað er eftir styrk til að kaupa mörk á æfingavöllinn við Þelamerkurskóla.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Smáranum verði veitt styrkur að fjárhæð kr. 200.000 til að kaupa mörk á æfingavöllinn við Þelamerkurskóla.
4. Afmæli sveitarfélagsins
Rætt um hvort ástæða sé til að halda með einhverjum hætti upp á gildistökudag sameiningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 12. júní, sem líta má á sem afmælisdag sveitarfélagsins.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að haldið verði upp á 12. júní nk. sem afmælisdag sveitarfélagsins.
5. Verksmiðjan á Hjalteyri, styrkbeiðni
Lagt fram bréf, dags. 1. mars 2012, frá stjórn Verksmiðjunnar á Hjalteyri, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 50.000 á mánuði á árinu 2012 til að greiða húsaleigu fyrir listamiðstöð sem rekin er í mjölhúsinu í verksmiðjubyggingunum á Hjalteyri, sem eru í eigu Hjalteyrar ehf.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Verksmiðjunni á Hjalteyri verði veittur styrkur að fjárhæð kr. 450.000 til greiðslu húsaleigu á árinu 2012.
6. Heimsókn frá Kvinesdal
Gerð var grein fyrir væntanlegri heimsókn hóps frá Kvinesdal í Noregi í júní mánuði 2012. Hópurinn hyggst skoða sig um í Eyjafirði, Tjörnesi og Kelduhverfi, þar sem þessi svæði voru á sínum tíma numin af landnámsmönnum frá Kvinesdal (Hvini).
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að stefnt að því að tengslum við Kvinesdal kommune í Noregi.