Fundargerð - 12. mars 2013
Þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 15:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, Bernharð Arnarson, Gústav G. Bollason, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. Auk þess voru á fundinum Skúli Gautason, menningar- og atvinnumálafulltrúi, og Lárus Orri Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar, auk Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Íþróttamiðstöðin, eldvarnaskýrsla
Lögð fra til kynningar eldvarnaskýrsla, dags. 24. janúar 2013, fyrir Íþróttamiðstöðina á Þelamörk. Þar kemur fram að úrbóta er þörf í brunavörnum Íþróttamiðstöðvarinnar. Fram kom að bætt hefur verið úr öllum þeim atriðum sem getið er um í skýrslunni.
2. Gásakaupstaður ses., samstarfssamningur um Miðaldadaga
Lagt fram bréf, dags. 12. mars 2013, frá Gásakaupstað ses., þar sem óskað er eftir samstarfi við Hörgársveit um umsjón Miðaldadaga á árinu 2013.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Gásakaupstað um umsjón Miðaldadögum 2013 með sama sniði og gerður var um sama efni á árinu 2012.
3. Leikfélag Hörgdæla, styrkbeiðni
Lagt fram tölvubréf, dags. 21. nóvember 2012, frá Leikfélagi Hörgdæla, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 200.000 til rekstrar félagsins á leikárinu 2012-2013.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að Leikfélagi Hörgdæla verði veitt styrkur að fjárhæð kr. 200.000 vegna uppfærslu leikverksins Djákninn á Myrká.
4. Verksmiðjan á Hjalteyri, styrktarsamningur
Lögð fram drög að samningi um rekstrarframlag sveitarfélagsins til Verksmiðjunnar á Hjalteyri, sbr. samþykkt menningar- og tómstundanefndar 23. október 2012 og samþykkt sveitarstjórnar 21. nóvember 2012.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að samningi við Verksmiðjuna á Hjalteyri verði samþykkt með þeirri viðbót að fjárhæð samningsins verði 500.000 kr.
Gústav G. Bollason tók ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
5. UMFÍ, landsmót 50+ árið 2015
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 7. febrúar 2013, frá Ungmennafélagi Íslands (UMSE), þar sem kynnt er auglýsing eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 5. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015.
6. Héraðsskjalasafnið á Akureyri, samningur
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 28. janúar 2013, frá Héraðsskjalasafninu á Akureyri, um endurnýjaða samþykkt fyrir Héraðsskjalasafnið, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 21. nóvember 2012. Bréfinu fylgir bréf þjóðskjalavarðar til Héraðsskjalasafnsins, dags. 11. desember 2012, sem fylgdi staðfestingu hans á samþykktinni. Þar kemur m.a. fram að gera þurfi safninu kleyft að tryggja til frambúðar vörslu rafrænna gagna sveitarfélaganna.
7. Hlíðarbær, gjaldskrá
Rætt um gildandi gjaldskrá Hlíðarbæjar, sem er frá því í apríl 2011.
8. Íbúafundur um menningar- og tómstundamál, styrktarsamningur
Lagðir fram minnispunktar um íbúafund um menningar- og tómstundamál sem haldinn var 26. janúar 2013, sbr. samþykkt menningar- og tómstundanefndar 23. október 2012.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að í apríl næstkomandi verði efnt til fundar um samstarf félagssamtaka í sveitarfélaginu um menningar- og tómstundamál.
9. Fundur ferðaþjónustuaðila
Gerð grein fyrir fundi ferðaþjónustuaðila í sveitafélaginu sem haldinn verður 14. mars 2013.