Fundargerð - 12. maí 2005

 

Fundur í skipulagsnefnd haldin fimmtudaginn 12. maí 2005 kl: 20:00 í Þelamerkurskóla. Mættir voru Hermann Harðarsson, Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannnesdóttir, ásamt sveitarstjóra Helgu Erlingsdóttur.

 

Mættur var Ævar Ármannsson frá VST, til faglegra ráðlegginga um þau tilboð sem borist hafa í gerð aðalskipulags fyrir Hörgárbyggð.

 

Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir

 

  1. Gatnagerðargjöld – endurskoðuð reglugerð um gatnagerðargjöld var lögð fram. Skipulagsnefnd samþykkir reglugerðina fyrir sitt leyti og vísar reglugerðinni  til sveitarstjórnar til formlegrar afgreiðslu.
  2. Fjórir aðilar hafa skilað inn tilboði í gerð aðalskipulags fyrir Hörgárbyggð. Þeir aðilar eru Teikn á lofti, Landmótun, Teiknistofa arkitekta og Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur. Ákveðið var að byrja á að fá þá tvo aðila sem lægst bjóða til viðtals við skipulagsnefnd, ásamt Ævari Ármannssyni, til að komast að og vera viss um hvað sé innifalið í tilboðunum.
  3. Rætt var um rotþróarkerfið í Skógarhlíð og hver væri framtíðarsýnin þar hvað rotþróarmál varðar. Einnig að sláturhúsið hjá B. Jensen yrði að koma sér upp hreinsibúnaði og fituskiljum eins og önnur þau fyrirtæki sem eru í sviðaðri starfsemi þurfa að gera. Upplýst var að eftir er að búið er að hreinsa úrgangnum frá sláturhúsinu með slíkum hætti þá er allt í lagi að láta affallið fara í Lónið.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:00