Fundargerð - 12. júní 2012
Þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Einar Kristinn Brynjólfsson, Garðar Lárusson, Líney S. Diðriksdóttir og
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
1. Starfsáætlun 2012-2013, staðfesting
Lögð fram drög að skóladagatali Álfasteins fyrir skólaárið 2012-2013.
Fræðslunefnd samþykkti að staðfesta framlögð gögn sem starfsáætlun Álfasteins fyrir skólaárið2012-2013, sbr. 14. gr. laga um leikskóla, með breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum.
2. Viðmiðunarfjárhæðir fyrir tímabundna leikskóladvöl barns með lögheimili utan sveitarfélagsins, breyting
Lögð fram tillaga að breyttum viðmiðunarfjárhæðum fyrir tímabundna leikskóladvöl á Álfasteini fyrir barn sem á lögheimili utan sveitarfélagsins. Í tillögunni felst að framvegis verði notaðar óbreyttar viðmiðunarfjárhæðir, sem Samband ísl. sveitarfélaga hefur gefur út. Gildandi viðmiðunarfjárhæðir fyrir Álfastein gera ráð fyrir 15% álagi, sbr. samþykkt fræðslunefndar 31. október 2011, en nýjar viðmiðunarfjárhæðir Sambands ísl. sveitarfélaga eru hærri en áður hafa verið.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að samþykkt verði framlögð tillaga að viðmiðunarfjárhæðum fyrir tímabundna leikskóladvöl á Álfasteini fyrir barn sem á lögheimili í öðru sveitarfélagi.
Málefni Þelamerkurskóla:
3. Starfsáætlun 2012-2013, staðfesting
Lögð fram drög að skóladagatali Þelamerkurskóla fyrir skólaárið 2012-2013, ásamt skýringum. Jafnframt var lagt fram tölvubréf, dags. 18. apríl 2012, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um túlkun á álitaefnum um skiptingu skóladaga í grunnskólum milli kennsludaga og annarra skóladaga.
Fræðslunefnd samþykkti að staðfesta framlögð gögn sem starfsáætlun Þelamerkurskóla fyrir skólaárið2012-2013, sbr. 6. gr. laga um grunnskóla, með fyrirvara um væntanlega niðurstöðu mennta- og menningarmálaráðherra um fyrirkomulag á skiptingu skóladaga milli kennsludaga og annarra skóladaga.
4. Námsvist utan sveitarfélags
Lagðar fram umsóknir frá forráðamönnum tveggja barna í sveitarfélaginu um námsvist utan þess. Um er ræða ósk um framhald á námsvist sem verið hefur. Slíka heimild er ekki hægt að veita á grundvelli gildandi reglna, þar sem ekki er um tímabundna námsdvöl að ræða og því er gert ráð fyrir að málið fái afgreiðslu hjá nefndinni.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að orðið verði við báðum framlögðum um umsóknum um námsvist utan sveitarfélagsins.
5. Uppfærsla heimasíðu
Heimasíða skólans þarfnast uppfærslu, en ekki er talið svigrúm innan fjárhagsáætlunar fyrir þeim kostnaði sem um er að ræða skv. tilboði frá Stefnu á Akureyri, sem lagt var fram á fundinum
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla fyrir árið 2012 verði breytt þannig að unnt verði að taka tilboði Stefnu í uppfærslu heimsíða skólans.
6. Úttekt á skólastarfi
Lögð fram skýrsla um niðurstöðu úttekt á starfsemi Þelamerkurskóla, sbr. 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samþykkt fræðslunefndar 6. desember 2011.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 18:15