Fundargerð - 12. desember 2011

Mánudaginn 12. desember 2011 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Hanna Rósa Sveinsdóttir, Anna Dóra Gunnarsdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Laugaland, deiliskipulag skólasvæðis

Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi skólasvæðis, íþróttasvæðis og sundlaugar á Laugalandi, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 11. október 2011. Afgreiðslu tillögunnar var frestað vegna athugasemdar sem barst frá Fornleifavernd ríkisins. Deiliskipulagstillagan hefur verið endurbætt í samræmi við athugasemdina og lagt var fram bréf frá stofnuninni þar sem fram kemur að hin endurbætta skipulagstillaga er samþykkt af hennar hálfu.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt eins og hún liggur fyrir fundinum.

 

2. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, verkefnis- og matslýsing

Lögð fram tillaga að lýsingu á skipulagsverkefninu „aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024“ og matslýsingu þess.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að verkefnis- og matslýsing aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila sbr. skipulagslög og lög um umhverfismat áætlana eins og hún liggur fyrir, jafnframt því að hún verði kynnt íbúum.

 

3. Gloppa, deiliskipulag vegna frístundahúss

Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundahúss á landspildu í landi Gloppu var auglýst 26. október 2011, sbr. tillögu skipulags- og umhverfisnefndar 11. október 2011 og ákvörðun sveitarstjórnar 19. október 2011. Athugasemdafrestur rann út 7. desember 2011. Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

 

4. Spónsgerði, framkvæmdaleyfi

Lagt fram til bréf, dags. 27. október 2011, frá HGH verki ehf. þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Spónsgerðis, þ.e. að yfirtaka framkvæmdaleyfi sem hreppsnefnd samþykkti á fundi sínum 24. apríl 2006 að gefið yrði út.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari gögnum, sbr. lög um náttúruvernd og lög um umhverfismat framkvæmda.

 

5. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012, drög

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun hreinlætismála, skipulags- og byggingamála og umhverfismála fyrir árið 2012.

 

6. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 9. desember 2011, frá Akureyrarbæ, þar sem gerð er grein fyrir breytingu sem gerð hefur verið á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 um nýja háspennulínu, Blöndulínu 3, tengivirki við Kífsá og háspennustrengjum að tengivirki á Rangárvöllum og þaðan að Krossanesi.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:05.