Fundargerð - 12. apríl 2012

Fimmtudaginn 12. apríl 2012 kl. 20:00 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á Staðarbakka. Allir nefndarmenn mættir: Aðalsteinn H Hreinsson, Jósavin Gunnarsson, Stefán L Karlsson, Helgi B Steinsson og Guðmundur Skúlason. Einnig sat Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri fundinn.

 

Eftirfarandi bókað á fundinum:

 

1. Tímasetning gangna haustið 2012 rædd. Ákveðið var að 1. göngur í Hörgársveit verða  frá föstudeginum 7. september til sunnudagsins 16. september og að seinni göngur verði viku síðar.

 

2. Ákveðið að álagning gangnadagsverka og annað skipulag fjallskila verði með svipuðum  hætti og 2011. Fjallskil verða eingöngu lögð á sauðfé, en ekki á annan búpening eða land.

 

3. Ákveðið að þeir sem hafa allt sitt fé í sauðheldum girðingum allt sumarið, geti sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum.

 

4. Rætt um viðhald fjárrétta og girðinga sveitarfélagsins. Ákveðið að fjallskilanefndarmenn sjái um að eðlilegt viðhald verði framkvæmt, hver í sinni deild.

 

5. Varðandi samskipti við Akrahrepp um fjallskil. Nú liggur fyrir undirrituð viljayfirlýsing þar sem segir að stefnt skuli að sama fyrirkomulagi aðildar Akrahrepps að fjallskilum í Hörgársveit og gilti haustið 2011. Fjallskilanefnd er þessu samþykk sbr. fundargerð nefndarinnar frá 23. nóvember 2011.

 

6. Gengið frá drögum að samþykkt um búfjárhald og lausagöngu búfjár í Hörgásveit, til umfjöllunar og afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

 

7.    Fundargerðin yfirfarin og undirrituð.

 

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 21:52.