Fundargerð - 11. mars 2015

Miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 15:30 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Stefán Magnússon í skipulags- og umhverfisnefnd og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur hjá Landmótun. Fundargerð ritaði Gunnar Jónsson.

 

Þetta gerðist:

 

1. Skagafjörður, breyting á aðalskipulagi

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 28. janúar 2015, frá Verkís hf. þar sem grein er grein fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna nýs stöðvarhúss fyrir Gönguskarðsárvirkjun.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna

 

2. Skagafjörður, breyting á aðalskipulagi

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 25. febrúar 2015, frá Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem grein er grein fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna jarðarinnar Depla í Austur-Fljótum.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

3. Hörgá, efnistaka, umsögn um frummatskýrslu

Lagt fram bréf, dags. 5. febrúar 2015, frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um frummatsskýslu um efnistöku í Hörgá.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að af hálfu sveitarfélagsins verði ekki gerð athugasemd við framlagða frummatsskýrslu umhverfismats fyrir efnistöku úr Hörgá.

 

4. Skipalón, frístundalóð

Lagt fram tölvubréf, dags. 24. febrúar 2015, frá Unni Björk Snorradóttur þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Skipalóni. Uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða lóð var lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Skipalóni skv. framlögðum gögnum.

 

5. Aðalskipulag Hörgárveitar 2012-2024, umsagnarferli

Lagðar fram framkomnar umsagnir um tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, sbr. samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar 12. nóvember 2014.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fela skipulagsráðgjafa að leiðrétta greinargerð aðalskipulags miðað við framkomnar athugasemdir og umræður á fundinum. Skipulagsnefnd leggur það til við sveitarstjórn að  tillaga að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 verði send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði almennur kynningarfundur fyrir íbúa, nánari tímasetning verði auglýst síðar.

 

6. Sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði, drög að tillögu að matsáætlun

Lögð fram drög að tillögu að matsáætlun fyrir sjókvíaeldi á laxi, sem fyrirhugað er á móts við Dysnes. Áætluð framleiðsla er 8.000 tonn á ári.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að lagst verði gegn því að sjókvíaeldi á laxi verði stundað  á móts við Dysnes, eins og gert er ráð fyrir í framlögðum gögnum þar sem svæðið er ætlað í annað samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

 

7. Þverá, frístundalóð

Lagt fram bréf, dags. 7. mars 2015, frá Þorsteini Rútssyni þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Þverá. Uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða lóð var lagður fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði heimild til að stofna lóð fyrir frístundahús úr jörðinni Þverá skv. framlögðum gögnum.

 

8. Dysnes, kynning á deiliskipulagstillögu

Rætt um fyrirhugaða kynningu á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu fyrir Dysnes.

 

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17.35.