Fundargerð - 11. mars 2013
Mánudaginn 11. mars 2013 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Stefanía Steinsdóttir, Líney S. Diðriksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir, nefndarmenn, og auk þess
Þetta gerðist:
Málefni Álfasteins:
1. Sumarlokun 2013
Rætt um tímasetningu á sumarlokun leikskólans 2013.
Fræðslunefnd samþykkti að sumarlokun leikskólans hefjist 1. júlí og standi í 4 vikur.
2. Eldvarnaskýrsla
Lögð fram til kynningar eldvarnaskýrsla, dags. 24. janúar 2013, fyrir Álfastein. Þar kemur fram að brunavarnir Álfasteins eru góðu lagi og er skólanum hrósað fyrir góða frammistöðu og gott fordæmi.
3. Sumarnámskeið fyrir grunnskólabörn
Rædd hugmynd að sumarnámskeiði fyrir grunnskólanemendur, sem haldið yrði til reynslu í Álfasteini næsta sumar.
Fræðslunefnd telur að starfræksla sumarnámskeiðsfyrir grunnskólanemendur í Álfasteini sé góð hugmynd og hvetur til þess að henni verði hrundið í framkvæmd.
Sameiginleg málefni:
4. Starfsáætlanir grunnskóla og leikskóla skólaárið 2013-2014, staðfesting
Lögð fram drög að starfsáætlunum leikskóla og grunnskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Þá var gerð grein fyrir væntanlegum barnafjölda í Álfasteini og væntanlegum nemendafjölda í Þelmerkurskóla á næsta skólaári og tilheyrandi starfsmannahaldi.
Fræðslunefnd samþykkti að staðfesta framlögð drög að starfsáætlunum starfsársins 2013-2014 fyrir leikskóla og grunnskóla, sbr. 6. gr. laga um grunnskóla og 14. gr. laga um leikskóla, með þeim breytingum sem gerðar voru á þeim á fundinum.
Málefni Þelamerkurskóla:
5. Eldvarnaskýrsla
Lögð fram til kynningar eldvarnaskýrsla, dags. 24. janúar 2013, fyrir Þelamerkurskóla. Þar kemur fram að úrbóta er þörf í brunavörnum Þelamerkurskóla.
6. Segulsvið og rafmengun
Lagt fram bréf, ódags., frá Brynjólfi Snorrasyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um ráðstafanir til að fyrirbyggja segulsvið og rafmengun í skólanum.
Fræðslunefnd bendir á að þörf sé á miklum úrbótum á raflögnum skólans skv. fyrirliggjandi úttekt á húsnæði hans.
7. Úttekt á húsnæði
Lögð fram greinargerð um skoðun á byggingum Þelamerkurkóla, mat á ástandi þeirra og áætlun um kostnað við aðkallandi og fyrirsjáanlegt viðhald þeirra, sbr. samþykkt fræðslunefndar 13. september 2012 og samþykkt sveitarstjórnar 19. september 2012.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að undirbúið verði útboð á hönnun þeirra viðhaldsverkefna sem úttektin kveður á um.
8. Skólaakstur
Fram kom að samningar um skólaakstur fyrir Þelamerkurskóla renna út í lok yfirstandandi skólaárs og rætt var um hvort ástæða er til að gera breytingar á fyrirkomulagi hans.
9. Niðurstöður Olweusar könnunar
Skv. niðurstöðum nýrrar Olweusar könnunar eru svipaðar og á síðasta ári, þ.e. að einelti í Þelamerkurskóla er í lágmarki.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 18:45.