Fundargerð - 11. júlí 2016

Fjallskilanefnd Hörgársveitar

 

16. fundur

 

Fundargerð

 

Mánudaginn 11. júlí 2016 kl. 20:30 kom fjallskilanefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Aðalsteinn H. Hreinsson, Jónas Þór Jónasson og Sigríður Kristín Sverrisdóttir nefndarmenn, svo og Jósavin Gunnarsson og Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

 

1.        Tímasetning gangna haustið 2016

Fjallskilanefnd samþykkti tímasetningu gangna haustið 2016.

Fjallskilanefnd samþykkti að 1. göngur haustið 2016 verði víðast hvar frá miðvikudeginum 14. september til sunnudagsins 18. september og að aðrar göngur verði víðast hvar viku síðar.

 

2.        Álagning gangnadagsverka

Rætt um fyrirkomulag á gerð draga að fjallskilaboðum.

Fjallskilanefnd samþykkti að gerð draga að fjallskilaboðum fari fram á skrifstofu sveitarfélagsins og Jósavin Gunnarsson sjái um Arnarnesdeild.

 

3.        Undanþágur frá fjallskilum

Fjallskilanefnd samþykkti að þeir sem hafa allt sitt fé í sauðheldum girðingum allt sumarið, geti sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum.

 

4.        Viðhald fjárrétta

Rætt um viðhald fjárrétta.

Fjallskilanefnd samþykkti að kannað verði með betra aðgengi ofan við  Þórustaðarétt. Þá verði unnið að því að finna nýjan stað fyrir rétt á þessu svæði til framtíðar. Samþykkt var að boða sauðfjárbændur í Glæsibæjardeild til fundar sem fyrst til að ræða þessi mál.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 22:25