Fundargerð - 11. apríl 2012
Miðvikudaginn 11. apríl 2012 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgár-sveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn:
Þetta gerðist:
1. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, frumdrög að skipulagstillögu
Lögð fram frumdrög að tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, þ.e. skipulagsuppdrátt og greinargerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að vísa tillögudrögunum til áframhaldandi vinnslu hjá skipulagsráðgjafa í samræmi við umræður á fundinum og leggja til við sveitarstjórn að stefnt verði að íbúafundi um endurbætt drög á næstu vikum.
2. Skútar/Moldhaugar, lýsing á skipulagsverkefni
Lögð fram drög að lýsingu á skipulagsverkefninu Deiliskipulag á Skútum. Um er að ræða sama deiliskipulagið og var til umfjöllunar hjá nefndinni 13. desember 2010 og 6. apríl 2011. Þegar deiliskipulagið kom til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun var gerð athugasemd við að umhverfismat vegna skipulagsáætlunarinnar hefði ekki farið fram og að afgreiðsla sveitarfélagsins á því miðaðist við þau skipulagslög, sem giltu til 31. desember 2010. Vegna ofangreindra athugasemda Skipulagsstofnunar er gert ráð fyrir því að byrja skipulagsferlið upp á nýtt með lýsingu skv. 40. gr. gildandi skipulagslaga.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fyrirliggjandi lýsing á skipulagsverkefninu Deiliskipulag á Skútum verði kynnt , sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Fyrirkomulag sorphirðu
Tekin fyrir að nýju drög að tillögu um reglum um fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. Í þeim er kveðið á um meginatriði í skipulagi sorphirðu frá heimilum og frístundahúsum, svo og um sérgreinda sorphirðu o.fl.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að fyrirkomulagi sorphirðu í sveitarfélaginu verði staðfest.
4. Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna
Lagt fram tölvubréf, dags. 4. apríl 2012, frá Skipulagsstofnun þar sem boðað er til árlegs samráðsfundar Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaganna, sem verður haldinn á Hellu 26.-27. apríl 2012.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að formaður nefndarinnar verði fulltrúi sveitarfélagsins á samráðsfundinum.