Fundargerð - 11. apríl 2011
Mánudaginn 11. apríl 2011 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, formaður, Bernharð Arnarson, Gústav G. Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir og
Í upphafi fundar bauð formaður Skúla Gautason velkominn til starfa.
Þetta gerðist:
1. Gjaldskrá félagsheimila
Gildandi gjaldskrá félagsheimilanna er frá því í janúar 2009. Ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn að gjaldskráin hækki þannig að viðburðir sem eru á 12.500 kr. í gildandi gjaldskrá verði á 15.000, gjald sem er á 25.000 kr. verði á 30.000 kr., viðburðir á 40.000 verði 50.000 kr. Gjöld fyrir þrif sem eru 7.500 kr. verði 10.000 kr., gjöld fyrir þrif sem eru 15.000 verði óbreytt og gjöld fyrir þrif sem eru 17.500 kr. verði 20.000 kr. Þá lagði nefndin til að gjaldi fyrir veislur verði skipt í dagveislur og kvöldveislur, þannig að dagveislur verði á 30.000 kr. og kvöldveislur verði á 50.000 kr. Einnig lagði nefndin til að gjald fyrir ættarmót verði á 30.000 kr. á sólarhring og 50.000 kr. fyrir helgi. Og að gisting verði 1.500 kr. á mann.
2. Viðhald félagsheimila
Umræður urðu um ýmsa þætti í viðhaldi félagsheimila. Nefndin samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gerður verði listi yfir brýn viðhaldsverk í félagsheimilum og að gerðar verði kostnaðaráætlanir fyrir þau.
3. Verkefni menningar- og atvinnumálafulltrúa
Rætt um verkefni menningar- og atvinnumálafulltrúa. Ákveðið var að á næstunni verði haldnir fundir með forsvarsmönnum þeirra aðila sem sinna menningarstarfsemi og tómstundastarfsemi í sveitarfélaginu.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 22:30.