Fundargerð - 11. ágúst 2016
Skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar
43. fundur
Fundargerð
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 kl. 14:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Jóhanna María Oddsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir í skipulags- og umhverfisnefnd og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Erindi Umhverfisstofnunar um tillögu að auglýsingu um friðlýsingu í Hólum
Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar dags. 11. Júlí 2016 um tillögu að auglýsingu um friðlýsingu landslagsverndarsvæðis í Hólum, en stofnunin óskar eftir afstöðu Hörgársveitar til tillögunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við tillögu að auglýsingu eins og hún liggur nú fyrir.
2. Erindi frá Skipulagsstofnun vegna landsskipulagsstefnu 2015-2026
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. júní 2016 þar sem landsskipulagsstefnan er kynnt og óskað er eftir tilnefningu tengiliðs á samráðsvettvang um framfylgd stefnunnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að sveitarstjóri verði tengiliður Hörgársveitar.
3. Umsókn frá eigendum Þríhyrnings 1 um stofnun landsspildu úr jörðinni
Lagt fram erindi ásamt uppdrætti frá eigendum Þríhyrnings 1 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði landsspilda úr landi Þríhyrnings 1 (landnúmer 152419). Landspildan er 61,5 ha að stærð og fái nafnið Stóri-Dunhagi 3. Óskað er eftir umsögn um landskiptin, sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykkifyrir sitt leyti þau landskipti í Þríhyrningi 1, sem lýst er í framlögðum gögnum.
Sigríður Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
4. Erindi frá Trygg ehf vegna byggingareits fyrir frístundahús að Efri-Rauðalæk
Lagt fram erindi frá Trygg ehf. ásamt uppdrætti.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki fyrir sitt leyti að heimila byggingu frístundahúss í landi Efri-Rauðalækjar samkvæmt framlögðum gögnum.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl 14:40