Fundargerð - 10. september 2014

Miðvikudaginn 10. september 2014 kl. 15:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.

 

Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Róbert Fanndal í skipulags- og umhverfisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Fjárhagsrammi 2015

Lögð fram tilkynning um fjárhagsramma nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 21. maí 2014. Einnig voru lögð fram drög að skiptingu fjárhagsrammans milli málaflokka og deilda.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti framlögð drög að skiptingu á fjárhagsramma nefndarinnar með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

2. Lón, deiliskipulag vegna stækkun sláturhús

Lögð fram drög að lýsingu á væntanlegu deiliskipulagi vegna stækkunar sláturhúss að Lóni, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að kynnt verði lýsing á væntanlegu deiliskipulagi vegna stækkunar sláturhúss að Lóni, sbr. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga, sem verði í samræmi við framlögð drög.

 

3. Hjalteyri, deiliskipulag

Gerð var grein fyrir viðræðum við Árna Ólafsson, arkitekt, um að taka að sér að vera skipulagsráðgjafi vegna gerðar deiliskipulags á Hjalteyri, sbr. samþykkt sveitarstjórnar 21. ágúst 2014.

 

4. Staða skipulagsfulltrúa

Lögð fram frumdrög að samþykktum fyrir byggðasamlag um embætti skipulags- og byggingafulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Gert er ráð fyrir að það komi í stað núverandi embætti byggingarfulltrúa fyrir sömu sveitarfélög.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að unnið verði áfram því að setja á fót embætti skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

 

5. Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024, umræða

Lögð fram „tillaga í nýju aðalskipulagi vegna flutningsleiða raforku um Hörgársveit“, dags. 4. september 2014, frá landeigendum á línuleið Blöndulínu 3 í Hörgársveit.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn, í framhaldi af upplýsingafundi um Blöndulínu 3 þann 4. september 2014, að auglýsingu á fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024, sbr. samþykkt nefndarinnar 25. júní 2014, verði frestað til 10. janúar 2015. Jafnframt leggur nefndin til að tíminn þangað til verði nýttur til að ná niðurstöðu hagsmunaaðila um framsetningu á flutningsleiðum raforku í aðalskipulagstillögunni, en að öðrum kosti verði tillagan auglýst óbreytt 10. janúar 2015.

 

6. Flokkun Eyjafjörður ehf., framtíðarhugmyndir

Lagt fram til kynningar tölvubréf, dags. 1. september 2014, frá Flokkun Eyjafjörður ehf. um framtíðarhugmyndir félagsins.

 

7. Umhverfisráðuneytið, dagur íslenskrar náttúru

Lagt fram til kynningar bréf, dags. 27. ágúst 2014, frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir árlegum degi íslenskrar náttúru, sem er 16. september.

 

8. Samtök ungra bænda, varðveisla landbúnaðarlands

Lagt fram til kynningar tölvubréf, dags. 4. september 2014, frá Samtökum ungra bænda með ályktun frá samtökunum um varðveislu landbúnaðarlands.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 16:55.