Fundargerð - 10. október 2008

Föstudaginn 10. október 2008 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í Íþróttamiðstöðinni. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:30.

 

Fyrir var tekið:

 

1.  Staða framkvæmda

Framkvæmdir eru í stórum dráttum á áætlun, en minni potturinn er á eftir áætlun.

 

2. Brunavarnakerfi

Lagt fram tilboð í innkaup og uppsetningu á brunavarnakerfi fyrir íþróttamiðstöðina, sbr. 3. lið í fundargerð síðasta fundar. Tilboðið hljóðar upp á kr. 745.402. Með því fylgir tilboð í þjónustusamning fyrir kerfið. Einnig var lagt fram tilboð til raflagnavinnu sem tengist uppsetningunni, sem er upp á 108.523. Ákveðið var taka tilboðunum.

 

3. Tröppur fyrir rennibraut

Lagt fram tilboð í endurbætur á tröppum fyrir rennibraut sundlaugarinnar, sbr. 3. lið í fundargerð síðasta fundar. Tilboðið er mun hærra en kostnaðaráætlunin. Rætt hefur verið við annan verktaka um tilboð í verkið.

Ákveðið var að fela forstöðumanni að ræða við verktakann um málið.

 

4. Ósk um verðbætur á eftirstöðvar tilboðsupphæðar

Lagt fram bréf frá verktaka endurbótanna, dags. 8. okt. 2008, þar sem óskað er eftir að sá hluti samningsupphæðarinnar sem eftir er að greiða verði verðbættur, þar sem gengi krónunnar hafi falli gríðarlega á verktímanum.

Ákveðið var leggja málið fyrir sveitarstjórnarinnar til athugunar.

 

5. Um tilboð í múrverk og flísalögn

Lagt fram bréf frá verktaka endurbótanna, dags. 7. okt. 2008, þar sem óskað er eftir að villa í tilboði, sem varðar múrverk og flísalögn, verði leiðrétt. Skv. bréfinu felst villan í uppgefið einingarverð er mun lægra en það átti að vera.

Ákveðið var að fela forstöðumanni að ræða við verktakann um málið.

 

6. Aðgangseyrir

Rætt um aðgangseyri í sundlaug þegar opnar eftir að endurbótum lýkur.

Ákveðið að leggja til við sveitarstjórnirnar að aðgangseyri fyrir ullorðna verði 400 kr., fyrir börn 200 kr.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50