Fundargerð - 10. nóvember 2010
Miðvikudaginn 10. nóvember 2010 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn:
Þetta gerðist:
1. Fjárhagsrammi nefndarinnar fyrir árið 2011
Lögð fram drög að fjárhagsramma skipulags- og umhverfisnefndar fyrir árið 2011. Þá voru kynnt frumdrög að fjárhagsáætlun ársins 2011 fyrir þá málaflokka sem nefndin hefur með að gera, sem eru hreinlætismál, skipulags- og byggingamál og umhverfismál.
Umræður urðu um drögin.
2. Rotþróamál, reglur og gjaldskrá
Lagðar fram tillögur að samræmdum reglum um rotþróamál í sveitarfélaginu, sbr. 13. lið í fundargerðnefndarinnar frá 22. september 2010. Meginefni tillagnanna er sem hér segir:
· Sameiginleg samþykkt verði sett um fráveitur fyrir sveitarfélagið.
· Fráveitugjald/holræsagjald verði með sambærilegum hætti á Lónsbakka og Hjalteyri (að hluta) og verði miðað við hundraðshluta af fasteignamati.
· Sveitarfélagið eigi ekki fjárhagslega aðkomu að rotþróarframkvæmdum í dreifbýli.
· Tæming rotþróa verði skipulögð af sveitarfélaginu og að jafnaði gengið út frá því að rotþrær séu tæmdar á þriggja ára fresti
· Rotþróargjald verði innheimt með öðrum fasteignagjöldum í samræmi við samþykkt.
· Rotþróargjald verði innheimt m.t.t. stærðar rotþróa.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að þær tillögur sem lagðar voru fram á fundinum verði lagðar til grundvallar við framkvæmd fráveitumála í sveitarfélaginu.
3. Aðalskipulag Akureyrar, breyting
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar, sem fellst í því að afmarkað er 1,8 ha svæði fyrir þjónustustofnanir við Vestursíðu. Einnig er á sama svæði skilgreint 2 ha svæði með blandaðri landnotkun fyrir íbúðabyggð og þjónustustofnanir.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að af hálfu Hörgársveitar verði ekki verði gerð athugasemd við tillöguna.
4. Svæðisskipulag fyrir Eyjafjörð
Gerð var grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við svæðisskipulag fyrir Eyjafjörð.