Fundargerð - 10. febrúar 2010

Miðvikudaginn 10. febrúar 2010, kom hreppsnefnd Arnarneshrepps saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir aðalmenn voru mættir.

Jón Þór Brynjarsson ritaði fundargerð.

Fundurinn hófst kl. 20:00

Oddviti setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, álit samstarfsnefndar, síðari umræða

Lögð fram eftirfarandi drög að ályktun, sem að birt verður í kynningarblaði samstarfsnefndar vegna sameiningarkosninganna í Arnarneshreppi og Hörgárbyggð:

Meirihluti hreppsnefndar Arnarneshrepps lýsir yfir stuðningi sínum við áform við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar og hvetur íbúa til að nýta kosningaréttinn og láta í ljósi vilja sinn í kosningunum þann 20. mars 2010.

Einnig var samþykkt að kynningarblaðið komi út 3. mars og að kynningarfundur fyrir íbúa Arnarneshrepps verði haldinn í Hlíðarbæ 10. mars. Þá samþykkti hreppsnefnd fyrir sitt leyti, sbr. 5. mgr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga, að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna þann 20. mars 2010.

 

2. 3 ára fjárhagsáætlun Arnarneshrepps, 2011-2013

Lögð fram fjárhagsáætlun Arnarneshrepps fyrir árin 2011-2013. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóma.

 

3. Fundargerð frá samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar, 8. fundur frá 25. jan. sl.

Lagt fram til kynningar.

 

4. Fundargerð frá þjónustuhóp aldraðra, 951. fundur frá 1. febrúar sl.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Lánasjóður sveitarfélaga, bréf dags. 24. janúar sl.

Lánasjóðurinn óskar eftir því að fá heimild til að birta stöðu lána Arnarneshrepps hjá sjóðnum.

Hreppsnefnd samþykkti að veita Lánasjóðnum umbeðna heimild.

 

6. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins varðandi tillögu að deiliskipulagi í Arnarnesi

Engar athugasemdir voru gerðar vegna tillögunnar að hálfu Fornleifaverndar.

 

7. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins varðandi breytingu á aðalskipulagi Arnarneshrepps 1997-2017

Engar athugasemdir voru gerðar vegna breytinga á aðalskipulagi hreppsins að hálfu Fornleifaverndar.

 

8. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins varðandi athugasemdir vegna deiliskipulags frístundasvæðis í landi Þrastarhóls.

Lagt fram til kynningar.

 

9. Bréf frá Þjóðskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara þann 6. mars nk.

Lagt fram til kynningar.

 

10. Bréf frá Vigni Sigurðssyni varðandi byggingarreit fyrir reiðskemmu í landi Litlu-Brekku.

Hreppsnefnd samþykkir byggingarreitinn sem fram kemur á meðfylgjandi afstöðumynd dags. 09.02.10. frá Búgarði Ráðgjafarþjónustu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 22:15