Fundargerð - 10. desember 2001
Mánudagskvöldið 10. des. 2001 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Hlíðarbæ kl. 20:30. Mættir voru Oddur Gunnarson, Helgi Steinsson, Jóna Antonsdóttir, Ármann Búason, Klængur Stefánsson, Aðalheiður Eiríksdóttir og Sturla Eiðsson. Enginn áheyrnarfulltrúi sat fundinn.
1. Fundargerð Hörgárbyggðar frá 21.11.2001 var lesin og samþykkt. Fundargerð skólanefndar Þelamerkurskóla frá 04.12.2001 var kynnt. Fundargerðin er í fimm liðum. Í lið 1 kemur fram að laun væru komin 2,8 milljónir fram úr áætlun. Framkvæmdanefnd mun hitta bókhaldara Þelamerkurskóla þegar ljóst er hvernig fjárhagsstaða skólans er.
2. Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Hörgárbyggð árið 2002 þar sem heildartekjur eru áætlaðar 97.712.200.- gjöld áætluð 96.791.000.- Ákveðið að útsvarsálagning verði 12,8%. Að álagning fasteignaskatts verði 0,38% á bújarðir og íbúðir, 1,32% á verslunar- og iðnaðarhús. Holræsagjald 0,18%. Afsláttur til aldraðra 70 ára verði allt að 25.000 á eigin íbúð.
Oddviti gerði grein fyrir einstökum liðum fjárhagsáætlunar. Við nokkra liði voru gerðar athugasemdir sem verður breytt fyrir síðari umræðu.
3. Sveitarstjórn ákvað að semja við Jósavin H. Arason um snjómokstur í Skógarhlíð. G. Hjálmarsson mun sjá um snjómokstur frá Berghóli að sláturhúsi B. Jensen og við leikskóla. Báðir aðilar eru með fast verð á pr./ klst.
4. Bréf frá Menntasmiðju kvenna dagsett 18. okt. 2001. Þar kemur fram að ein kona úr Hörgárbyggð er við nám á haustönn. Óskað er eftir að sveitarfélagið greiði 250.000.- vegna náms áðurnefndrar konu. Oddviti hefur þegar greitt 50.000.- sem samþykktar voru á fjárhagsáætlun 2001. Sveitarstjórn samþykkir að ekki verði greitt meira árið 2001.
Fleira ekki bókað, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 00:15.
Fundarritarar Helgi Bjarni Steinsson, Ármann Þórir Búason