Fundargerð - 10. apríl 2014
Fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn:
Þetta gerðist:
1. Lónsbakki, drög að deiliskipulagstillögu
Árni Ólafsson, arkitekt, kynnti drög að að deiliskipulagstillögu fyrir Lónsbakka, sem gert er ráð fyrir að komi í stað gildandi deiliskipulags fyrir Skógarhlíð, dags. 16. mars 1994, og í stað gildandi deiliskipulags fyrir Birkihlíð, dags. 2. október 2003. Í deiliskipulaginu verður m.a. kveðið á um vegtengingar íbúðabyggðar, atvinnulóða og leikskóla, svo og stígakerfi svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskaði eftir að skipulagsráðgjafi geri drög að deiliskipulagstillögu, í samræmi við umræður á fundinum, fyrir kynningu á íbúafundi, sem stefnt er að um miðjan maí.
2. Hjalteyri, tillaga um breytingu á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi á Hjalteyri, sem er til komin vegna óska um byggingu verbúða, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar 9. janúar 2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Hjalteyri verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eins og hún liggur fyrir, með þeim breytingum að reitur merktur V3 á tillögunni falli niður og einnig að lóðir við Bakkabraut, skv. gildandi deiliskipulagi, falli niður.
3. Akureyrarbær, tilkynning um breytingu á skipulagsáætlun
Lagt fram til kynningar bréf, dags. 4. mars 2014, frá Akureyrarbæ sem er tilkynning um auglýsingu á aðalskipulagi Akureyrar vegna breytingar á legu Naustabrautar.
4. Möðruvellir/Hlaðir, bakkavarnir
Lagt fram tölvubréf, dags. 10. apríl 2014, frá Þóroddi Sveinssyni fyrir hönd landeigenda á Möðruvöllum og Hlöðum þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörnum á Möðruvallabökkum. Um yrði að ræða framhald ráðstafana till bakkavarna sem þar voru gerðar á árinu 2013.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörnum í Möðruvallabökkum í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram á fundinum.