Fundargerð - 10. apríl 2007
Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla 10. apríl 2007 kl. 16:30. Fundarstaður skrifstofa Hörgárbyggðar.
Fundarmenn:
Jóhanna Oddsdóttir frá Hörgárbyggð, formaður.
Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi, varaformaður.
Hanna Rósa Sveinsdóttir Hörgárbyggð, ritari.
Auk þess sat Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri Hörgárbyggðar fundinn.
Fundarefni:
- Auglýsing eftir skólastjóra
- Afleysing skólastjóra
- Önnur mál
1. Auglýsing eftir nýjum skólastjóra
Starfslokasamningur hefur verið gerður við Önnu Lilju Sigurðardóttur með gildistíma frá 1.5. 2007 og hefur henni verið veitt veikindaleyfi fram að þeim tíma.
Í ljósi þess er starf skólastjóra Þelamerkurskóla laust til umsóknar.
Skólanefnd samdi auglýsingu sem birt verður í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þann 15. apríl n.k. Unnar tekur að sér að senda út auglýsinguna.
2. Afleysing skólastjóra
3. Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 17:45
Fundarritari Hanna Rósa Sveinsdóttir