Fundargerð - 09. febrúar 2012
Fimmtudaginn 9. febrúar 2012 kl. 20:00 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Elisabeth J. Zitterbart, Ingibjörg Arnsteinsdóttir, Sunna H. Jóhannesdóttir, Unnar Eiríksson í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Yfirlit yfir rekstur félagsþjónustu á árinu 2011
Lagt fram yfirlit yfir rekstur félagsþjónustu á árinu 2011.
2. Samningur um ráðgjafarþjónustu
Lögð fram drög að samningi milli Hörgársveitar og Akureyrarbæjar um ráðgjafarþjónustu. Með samningnum tekur Akureyrarbær að sér að veita íbúum Hörgársveitar og nánar tilgreindum stofnunum sveitarfélagsins þjónustu á sviði félagsþjónustu, barnaverndar og sérfræðiþjónustu við leikskóla og grunnskóla, sbr. lög þar að lútandi. Samningsdrögin koma í stað samninga um sama efni sem í gildi hafa verið undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að hinn nýi samningur gildi frá ársbyrjun 2012 til ársloka 2016.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti fyrir sitt leyti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að samningi um ráðgjafarþjónustu verði samþykkt.
3. Félagsleg heimaþjónusta
Fram kom á fundinum að á síðasta ári hafi fjölgað í hópi þjónustuþega heimaþjónustunnar og að hugsanlegt sé að þeim fjölgi enn á næstunni, auk þess sem gera þurfi ráðstafanir með afleysingar fyrir heimaþjónustuna næsta sumar.
4. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólk til ársins 2014
Lögð fram tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefum fatlaðs fólks til ársins 2014. Fram kom á fundinum að enn er mikið starf óunnið við að koma fjármálahlið þjónustunnar við fatlað fólk í framtíðarhorf eftir yfirfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga. Fyrirhugað er að sérstök kynning um stöðu málsins að því er varðar Akureyrarsvæðið verði á næstunni. Á kynninguna verða boðaðir fulltrúar í félagsmála- og jafnréttisnefnd og sveitarstjórn.