Fundargerð - 07. september 2011
Miðvikudaginn 7. september 2011 kl. 16:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.
Fundarmenn voru: Axel Grettisson, Garðar Lárusson, Líney Diðriksdóttir, Stefanía Steinsdóttir og
Þetta gerðist:
Málefni Þelamerkurskóla:
1. Skólaárið 2011-2012, skipulag
Gerð grein fyrir helstu þáttum í skipulagi skólaársins 2011-2012 í Þelamerkurskóla.
Sameiginleg málefni:
2. Yfirlit yfir rekstur fræðslu- og uppeldismála janúar-júlí 2011
Lagt fram yfirlit rekstur fræðslu- og uppeldismála fyrstu sjö mánuði ársins 2011.
3. Veiting námsvistar fyrir nemendur úr öðrum sveitarfélögum, reglur
Lögð fram drög að reglum um afgreiðslu á umsóknum um námsvist í Þelamerkurskóla fyrir nemendur sem eiga lögheimili í öðrum sveitarfélögum, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um veitingu námsvistar fyrir nemendur úr öðrum sveitarfélögum verði samþykktar.
4. Veiting námsvistar í öðrum sveitarfélögum, reglur
Lögð fram drög að reglum um afgreiðslu á umsóknum um námsvist í öðrum sveitarfélögum fyrir nemendur sem eiga lögheimili í Hörgársveit, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um veitingu námsvistar í öðrum sveitarfélögum fyrir nemendur úr Hörgársveit verði samþykktar með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum.
5. Veiting leyfa fyrir rannsóknum í skólum, reglur
Lögð fram drög að reglum um afgreiðslu á umsóknum um leyfi fyrir rannsóknum og könnunum í skólum sveitarfélagsins, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um veitingu leyfa fyrir rannsóknum og könnunum í skólum sveitarfélagsins verði samþykktar.
6. Veiting launalauss leyfis, reglur
Lögð fram drög að reglum um afgreiðslu á umsóknum um launalaus leyfi í skólum sveitarfélagsins, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um veitingu launalausra leyfa í skólum sveitarfélagsins verði samþykktar með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum.
7. Veiting leikskólavistar, reglur
Lögð fram drög að reglum um afgreiðslu á umsóknum um leikskólavist í Álfasteini, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um veitingu leikskólavistar í Álfasteini verði samþykktar.
8. Veiting leikskólavistar fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum, reglur
Lögð fram drög að reglum um afgreiðslu á umsóknum um leikskólavist í Álfasteini fyrir börn sem eiga lögheimili í öðrum sveitarfélögum, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um veitingu leikskólavistar fyrir börn úr öðrum sveitarfélögum verði samþykktar.
9. Veiting leikskólavistar í öðru sveitarfélagi, reglur
Lögð fram drög að reglum um afgreiðslu á umsóknum um leikskólavist í öðrum sveitarfélögum fyrir nemendur sem eiga lögheimili í Hörgársveit, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um veitingu leikskólavistar í öðrum sveitarfélögum fyrir nemendur úr Hörgársveit verði samþykktar.
10. Úthlutun tíma vegna sérkennslu í leikskóla, reglur
Lögð fram drög að reglum um úthlutun tíma vegna sérkennslu í Álfasteini, sbr. 24. gr. erindisbréfs fyrir fræðslunefnd Hörgársveitar.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að reglum um úthlutun tíma vegna sérkennslu í leikskóla verði samþykktar.
Málefni Álfasteins:
11. Skólaárið 2011-2012, skipulag
Gerð grein fyrir helstu þáttum í skipulagi skólaársins 2011-2012 í Álfasteini.
12. Samningur um ráðgjafarþjónustu við leikskóla
Lögð fram drög að samningi um ráðgjafaþjónustu við leikskóla milli Hörgársveitar og Akureyrarbæjar. Þau eru efnislega samhljóða tímabundnum samningi um sama efni frá árinu 2008.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að framlögð drög að samningi um ráðgjafarþjónustu í leikskóla verði samþykkt.
13. Starfsmannahald
Lagt fram bréf, dags. 7. júlí 2011, frá nokkrum starfsmönnum Álfasteins þar sem mótmælt er uppsögn starfsmanns úr starfi.
Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að bréfi starfsmanna Álfasteins, dags. 7. júlí 2011, verði svarað með vísan til samþykktar fræðslunefndar 12. maí 2011 um að starfsmannahald haldist í hendur við fjölda barna.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 18:30.