Fundargerð - 07. maí 2003
Miðvikudaginn 7. maí 2003 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til vinnufundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sturla Eiðsson, ásamt sveitarstjóra Helgu A. Erlingsdóttur.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir
Lagður fram reikningur fyrir húsaleigu í Mið-Samtúni frá Kjarnafærði, fyrir Inga Guðlaugsson, að upphæð kr. 600.000. Samþykkt að greiða reikninginn að þessu sinni en sveitarstjóra falið að skoða þessi mál í takt við umræðurnar á fundinum.
Erindi frá Ingvari Karlssyni Auðbrekku þar sem hann er fram á að Hörgárbyggð komi eitthvað að viðgerðarkostnaði á lögninni í rotþróna við húsið. Samþykkt að greiða 50% af reikningi við tæmingu rotþróarinnar.
Samþykkt að auglýsa í næstu dagskrá og í fréttabréfi Hörgárbyggðar eftir starfsmanni í 50% starf á skrifstofuna og eftir starfsmanni fyrir vinnuskólann. Guðný og sveitarstjóri munu halda áfram að vinna að undirbúningi vinnuskólans.
Reikningar sveitarfélagsins rekstrarárið 2002 lagðir fram til kynningar.
Viðhald ljósastaura, samþykkt að fá Jónas Ragnarsson á fund hjá sveitarstjórn og fá hann til að veita okkur ráð varðandi kostnaðarskiptingu á viðhaldi ljósastaura og fl.
Erindi frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að Benny Albert Jensen hafi fullan rétt á að vera á kjörskrá í Hörgárbyggð, þar sem hann hafi fengið íslenskan ríkisborgarrétt 5. maí 2003. Samþykkt einróma að bæta Benny Albert Jensen inn á kjörskrána.
Erindi Ásbjarnar og Hörpu kom aftur til umræðu þar sem að framkvæmdanefnd skólans mælir gegn því að efri heimavistargangurinn verði leigður þar sem sveitarstjórnarskrifstofan er í þessari nálægð við starfsemina. Fallist á að staðið verði bókun sveitarstjórnarfundar frá 28. apríl, að þau fái einnig efri heimavistina með því skilyrði að þau beri kostnað af uppsetningu skilrúms fyrir framan svæði sveitarstjórnarskrifstofunnar og leigan verði kr. 60.000 fyrir utan rafmagn og síma.
Kæra hefur borist frá kærunefnd útboðsmála vegna Friðriks Gestssonar, vegna útboðs skólaaksturs. Sveitarstjóra, oddvita í samstarfi við oddvita Arnarneshrepps falið að afgreiða málið.
Sigurbjörg fór yfir það ferli sem er í gangi varðandi ráðningu skólastjóra og kom fram að skólanefndin væri fyrst og fremst að vinna að faglegu hliðinni en það væri síðan sameiginlegt hlutverk sveitarstjórnanna að segja endanlega til um hver yrði ráðinn.
Samningur við öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar er að renna út og mun verða gengið til nýs samnings á svipuðum nótum og áður. Helga verður í sambandi við Jakob Björnsson.
Svar Skipulagsstofnunar varðandi byggingu frístundahúss í landi Tréstaða og gerir Skipulagsstofnun ekki athugasemd að sveitarstjórn heimili byggingu hússins en bendir á að áður en sveitarstjórn veiti byggingaleyfi verði að liggja fyrir umsögn fornleifanefndar ríkisins vegna fornleifa í námunda við frístundahúsið. Sveitarstjóra fali að vinna áfram að málinu.
Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:37.