Fundargerð - 07. júní 2011
Menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar
4. fundur
Fundargerð
Þriðjudaginn 7. júní 2011 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgár-sveitar saman til fundar í Leikhúsinu Möðruvöllum.
Fundarmenn voru: Árni Arnsteinsson, formaður, Gústav G. Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir,
Þetta gerðist:
1. Verkefni menningar- og atvinnumálafulltrúa
Menningar- og atvinnumálafulltrúi gerði grein fyrir helstu þáttum í störfum sínum síðastliðnar vikur.
2. Umhverfisvika
Menningar- og atvinnumálafulltrúi gerði grein fyrir umhverfisviku sem stendur yfir 2.-10. júní.
3. Málefni Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk
Forstöðumaður gerði grein fyrir málefnum Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk.
4. Jafnréttisáætlun, framfylgd
Á fundi sínum 3. maí sl. gerði félagsmála- og jafnréttisnefnd svohljóðandi bókun: Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að vekja athygli fræðslunefndar og menningar- og tómstundanefndar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og að óska eftir að nefndirnar sjái til þess að skilað verði til félagsmála- og jafnréttisnefndar greinargerðum um hvernig þeim ákvæðum, sem varðar hvora nefnd, verður framfylgt. Greinargerðirnar berist í síðasta lagi 15. ágúst 2011.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að óska eftir því að forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar geri greinargerð um framfylgd jafnréttisáætlunar fyrir Íþróttamiðstöðina og skili henni til félagsmála- og jafnréttisnefndar.
5. Fjárhagsstaða menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála
Lagt fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu menningarmála og æskulýðs- og íþróttamála fyrir fyrstu fjóra mánuði árið 2011.
6. Sæludagur í sveitinni
Rætt um framkvæmd Sæludags á sveitinni í sumar.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að sæludagurinn verði haldinn 30. júlí 2011 og að menningar- og atvinnumálafulltrúi hafi umsjón með framkvæmd dagsins og að hann leiti samstarfs við félög í sveitarfélaginu um hana.
7. Fundur með forsvarsmanna menningar- og tómstundastarfs
Rætt um fund með forsvarsmönnum menningar- og tómstundastarfs, þar sem m.a. menningarfulltrúi Eyþings komi.
Menningar- og tómstundanefnd samþykkti að stefnt verði að fundi 31. ágúst 2011 með forsvarsmönnum menningar- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu.
8. Aðalfundur Minjasafnsins á Akureyri
Lagt fram til kynningar boð um aðalfund Minjasafnsins á Akureyri, sem verður haldinn 8. júní 2011.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 22:30.