Fundargerð - 07. apríl 2005

Fimmtudaginn 7. apríl 2005 kom framkvæmdanefnd saman til fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Anna Lilja Sigurðardóttir, Ármann Búason, Helgi Steinsson, Hjördís Sigursteinsdóttir og Unnar Eiríksson. Auk þess kom Ásgeir Már Hauksson með ársreikning 2004 inn á fundinn (ekki á auglýstri dagskrá). Fundurinn hófst kl. 14:35.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Leigutekjur af húsnæði skólans og ráðstöfun þeirra

Anna Lilja óskaði eftir því að fá að ráðstafa leigutekjum af húsnæði skólans til ákveðinna verkefna.  Á tímabilinu mars 2004 – mars 2005 hafa komið inn kr. 2,8 milljónir í tekjur, einhver kostnaður er þó þar á móti.

Framkvæmdanefnd bendir á að nú þegar er gert ráð fyrir ákveðinni upphæð í leigutekjur á fjárhagsáætlun og búið að ráðstafa því til verkefna (upphæð á fjárhagsáætlun lá ekki fyrir á fundinum).  Leigutekjur umfram fjárhagsáætlun er heimilt að nýta til viðhalds á húsnæði.

 

Auka dagskrárliður: uppgjör 2004

Ásgeir kom inn á fund og las upp fyrstu tölur varðandi ársreikning 2004 og bar saman við fjárhagsáætlun fyrir sama ár.  Þess ber þó að geta að sú fjárhagsáætlun sem hann var með var ekki alveg sú sama og samþykkt var í sveitarstjórnum.  Fyrstu tölur gáfu til kynna halla upp á um 438 þús. en jafnframt á eftir að færa um 500 þús. í tekjur.  Ýmsir liðir fóru fram úr þessari áætlun en sumir eru lægri.  Peningaleg staða um áramót var 181 þús. 

 

Ásgeir mat stöðuna þannig að þetta væri í ágætum málum og innheimtuaðgerðir væru í mun betri farvegi.  Ennfremur talaði hann um að fækka þyrfti liðum í bókhaldi til að einfalda þá.

 

Skoða þarf áhrif kennaraverkfalls á reikninga ársins sem og áhrif starfsmats vegna starfsmanna í Einingu-Iðju. 

 

2. Skoðuð tilboð í skólaeldhús og tölvubúnað
Anna Lilja lagði fram þrjú tilboð í skólaeldhúsið.  a) kr. 648 þús.m/vsk á uppsetningar, harðplast innrétting.  b) kr. 1.980 þús. m/vsk.  c) kr. 1.183. þús. án uppsetningar, beyki innrétting, tillaga útfærð nánar.

Önnu Lilju var falið að skoða þetta betur.  Tilboðin voru ekki sambærileg þar sem tilboðsaðilar nota ekki allir sama efni auk þess sem einn tilboðsaðili kom með tillögu að breyttu eldhúsi þannig að nýta mætti plássið betur og lagnir sem fyrir eru.

 

Anna Lilja lagði fram nokkur tilboð í tölvubúnað.  Tilboðin voru ekki eins útfærð frá aðilum.

Framkvæmdanefnd taldi sig ekki hafa þekkingu til þess að meta þetta.  Önnu Lilju var falið að hafa samband við sérfræðing til að skoða málin með henni.

 

3. Framkvæmdir í framhaldi af skýrslu Heilbrigðiseftirlits

Borist hefur skýrsla frá Heilbrigðiseftirlitinu þar sem farið var fram á ýmsar lagfæringar í nokkrum liðum.  Anna Lilja upplýsti um stöðu mála varðandi úrbætur.  T.d. er búið að setja upp nokkra vaska um húsið, laga loftræstingu, lagfæra klósettsetu á strákasalerni og forða þvottaefnum frá aðgengi skólabarna.  Árni er að vinna í yfirlitsskoðun á leiksvæði.  Vantar að setja upp hitastýritæki og innraeftirlit varðandi þrif.

 

4. Aðrar framkvæmdir

Ekki er enn búið að klára framkvæmdir við Laugalandshúsið.  Baldvin er ekki sáttur við að hafa fengið fulla leigu um síðustu mánaðarmót. 

Framkvæmdanefnd taldi að rétta væri að hækka leigu næstu mánaðarmót eftir að framkvæmdum lýkur.

 

5.      Önnur mál.

Óskað hefur verið eftir því við skólastjóra að hafa tvö ættarmót nú í sumar (júlí).  Í öðru tilfellinu er um tjaldstæði að ræða.

       

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45