Fundargerð - 06. september 2010
Mánudaginn 6. september 2010 kl. 11:30 kom atvinnumálanefnd Hörgársveitar saman til fundar í verksmiðjuhúsnæðinu á Hjalteyri.
Sveitarstjórn kaus á fundi sínum 30. júní 2010 eftirtalda í atvinnumálanefnd á yfirstandandi kjörtímabili:
Allir nefndarmenn voru á fundinum og auk þess Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Vettvangsferð um verksmiðjubyggingarnar á Hjalteyri
Atvinnumálanefnd skoðaði húsnæði síldarverksmiðjunnar á Hjalteyri.
Nefndin samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að hafinn verði undirbúningur að því að leigja og/eða selja húsnæðið.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 13:35.