Fundargerð - 06. mars 2007

Fundur í skólanefnd Þelamerkurskóla haldinn í Þelamerkurskóla 6. mars 2007 kl. 16:30

 

Fundinn sátu:

Anna Lilja Sigurðardóttir, skólastjóri

Hanna Rósa Sveinsdóttir frá Hörgárbyggð

Jóhanna María Oddsdóttir frá Hörgárbyggð

Garðar Lárusson frá Arnarneshreppi

Jónína Sverrisdóttir fulltrúi kennara

Unnar Eiríksson, aðstoðarskólastjóri

 

Dagskrá:

  1. Skólastefna Þelamerkurskóla
  2. Útiskóli Þelamerkurskóla
  3. Skóladagatal fyrir skólaárið 2007-2008.
  4. Heimanám nemenda
  5. Starfsskýrsla skólans
  6. Skólavefur Þelamerkurskóla
  7. Önnur mál

 

1. Skólastefna Þelamerkurskóla

Anna Lilja lagði fram skólastefnu Þelamerkurskóla. Þar koma fram almenn stefnumið og áhersluþættir fyrir skólann 2007-2009. Skólanefnd gerði tillögu að smávægilegum breytingum en lýsti yfir ánægju með stefnuna að öðru leyti. Búið er að samþykkja skólastefnuna á kennarafundi og í framhaldi verður hún sett inn á vefsíðu skólans. Ákveðið að halda kynningarfund fyrir foreldra þar sem skólastefnan og einstaklingsmiðað nám er kynnt. Tillaga er að halda þann fund mánudaginn 16. apríl en nánari tímasetning verður ákveðin síðar.

 

2. Útiskóli Þelamerkurskóla og efnistaka í landi jarðarinnar

Unnar sagði frá útiskólanum og áformum um byggingu útiskólastofu norðan skólans en í skólastefnunni er lögð áhersla að þróa áfram útiskólann í 1.-4. bekk.

Í framhaldi kom fram að malarnám norðan skólans gæti skapað hættu fyrir nemendur þar sem svæðið er ófrágengið. Rætt um efnistöku eigenda jarðarinnar sem er Legatsjóður Jóns Sigurðssonar og hvort engar takmarkanir væru á hversu mikið eða hversu nálægt skólalóðinni mætti taka möl. Skoða þarf hvort að skólayfirvöld geti með einhverjum hætti tryggt öryggi nemenda á þessu svæði. Önnu Lilju falið að ræða við formann stjórnar Legatssjóðs, Björn Jósef Arnviðarson, um efnistöku og frágang á malarsvæðinu.

 

3. Skóladagatal 2007-2008

Anna Lilja lagði fram drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2007-2008. Fyrir liggja dagsetningar á samræmdum prófum 2007 og 2008. Rætt um fjölda skóladaga, dagsetningar á skólasetningu og skólaslitum og tilhögun vetrarfrís. Skólastjórnendur munu á næstu vikum vinna að skóladagatalinu og leggja það svo aftur fyrir skólanefnd og foreldraráð til samþykktar.

 

4. Heimanám nemenda

Rætt um fyrirkomulag heimanáms nemenda. Skólanefnd óskaði eftir því að yngstu árgöngunum yrði gert kleift að vinna að heimanámi sem mest á skólatíma í ljósi þess hve langur skóladagurinn er hjá þeim eftir að hætt var með akstur yngri árganganna. Ákveðið að á skólaárinu 2007-2008 verði tveir tímar á skólatíma í 1.-4. bekkjar notaðir til heimanáms undir leiðsögn kennara.

 

5. Starfsskýrsla Þelamerkurskóla

Jóhanna formaður skólanefndar spurðist fyrir um starfsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2005-2006. Anna Lilja sagði starfsskýrsluna vera yfirlit yfir skólastarf líðandi vetrar sem tekin er saman í lok skólaársins að vori en ekki hefði náðst að ljúka starfsskýrslu skólans 2005-2006 vegna anna.

 

6. Skólavefur Þelamerkurskóla

Erfiðleikar hafa verið í uppfærslu á heimasíðu skólans og er nú athugun hvort taka eigi upp annað vefforrit. Anna Lilja ætlar að kynna sér hvaða kostir eru í boði og kostnað.

 

7. Önnur mál

Jóhann Grétar Jóhannesson matráður skólans sagði upp starfi sínu frá og með 1. janúar 2007 en dró uppsögn sína til baka og mun í það minnsta ljúka yfirstandandi skólaári.

 

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 19:00

Fundaritari

Hanna Rósa Sveinsdóttir