Fundargerð - 05. september 2002

Fimmtudaginn 5. september 2002 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar á Melum. Tilefni fundarins var fyrst og fremst að skoða norðurvegg hússins sem virðist vera hriplekur.

Mættir voru: Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Klængur Stefánsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Sturla Eiðsson. Frá Leikfélagi Hörgdæla mætti Þórður Steindórsson, frá Kvenfélagi Hörgdæla mætti Sigurbjörg Sæmundsdóttir, ásamt umsjónarmanni framkvæmdanna Sverri Haraldssyni.

Ljóst er að klæða verður norðurvegginn utanfrá og þétta vesturvegginn á einum stað til að fyrirbyggja leka. Ekki er hægt að halda áfram að einangra norðurvegginn innan frá fyrr en búið er að klæða hann að utan.

 

Sveitarstjórn, ásamt fulltrúum leikfélags og kvenfélags ákvað að láta þétta vesturvegginn og klæða norðurvegginn, með varanlegri klæðningu. Sverri var falið að skoða hvað kostir væru í boði varðandi gerð klæðningar að teknu tilliti til kostnaðar og gæða í samráð við smiðina og oddvita. Í framhaldinu yrði svo veggurinn klæddur.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.20.

 

Birna Jóhannesdóttir, fundarritari