Fundargerð - 05. maí 2015

Fræðslunefnd Hörgársveitar

19. fundur

 

Fundargerð

 

 

Þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 15:30 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Þelamerkurskóla, matsal.

 

Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla, Andrea R. Keel, fulltrúi foreldra leikskólabarna, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri, Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteins, Jónína Sverrisdóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

  

Málefni Álfasteins:

 

1.        Ýmis málefni leikskólans

Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri fór yfir starfsemi leikskólans. Þar kom meðal annars fram að 6 börn hætti í sumar og fari í grunnskóla og 6 koma inn í staðinn.  30 börn eru í leikskólanum í dag.  20 ára afmæli Álfasteins er     5. júní n.k. og verður opið hús milli kl. 10.00 og 12.00 þann dag.

 

Sameiginleg málefni:

 

2.        Starfsáætlanir grunnskóla og leikskóla skólaárið 2015-2016

Lögð voru fram drög að starfsáætlunum fyrir grunnskóla og leikskóla skólaárið 2015-2016.

Fræðslunefnd samþykkti að staðfesta framlögð drög að starfsáætlunum Þelamerkurskóla og Álfasteins fyrir skólaárið 2015-2016 fyrir sitt leiti.

 

3.        Skóladvöl næsta skólaár

Búið er að kanna með fjölda sem myndu nýta sér skóladvöl eftir skólatíma og kom fram að væntanlega er þörf fyrir slíka þjónustu.

Fræðslunefnd samþykkti að boðið yrði uppá skóladvöl í Álfasteini næsta skólaár fyrir börn í 1. og 2. bekk.

 

4.        Önnur mál

Rætt var um heimasíðumál og samræmingu á þeim.

 

Málefni Þelamerkurskóla:

 

5.        Tillaga að fyrirkomulagi námshópa

Lögð fram tillaga að skiptingu nemenda í námshópa og starfsmannahald miðað við 86 nemendur á skólaárinu 2015-2016 og jafnframt um hugsanlegar breytingar á fjölda og samsetningu námshópanna.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að stöðugildi umsjónakennara vegna næsta skólaárs verði 5,5 í samræmi við fjölda og samsetningu námshópa sem fram koma í tillögunni.

 

6.        Árshátíð ÞMS – nýtt fyrirkomulag og kostnaðaráætlun

Lögð var fram til kynningar og umræðu tillaga að breyttu fyrirkomulagi á árshátíð ÞMS.  Tillagan hljóðar uppá að árshátíðin verði annað hvert ár í Hlíðarbæ og annað hvert ár í íþróttamiðstöðinni.

 

7.        Fyrirhugaðar framkvæmdir við Þelamerkurskóla

Lagðar voru fram frumteikningar af fyrirhuguðum breytingum sem miði að því að losa heimavistarálmuna úr rekstri skólans og hugmyndir um breytta staðsetningu á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fræðslunefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að stefna sem fyrst að framkvæmdum í samræmi við fyrirliggjandi hugmyndir.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17.05