Fundargerð - 05. febrúar 2005

Fundur Skipulagsnefndar haldinn á kaffistofu sveitarfélagsins 8.12.04

kl 20:30. Mætt voru Helga sveitarstjóri, Hermann, Árni og Birna í forföllum Gunnars Hauks.

 

  1. Mál. Erindi frá Sigurgeir Vagnssyni þar sem hann óskar eftir framkvæmdaleyfi til að byggja einbýlishús í landi Sólborgarhóls, ofan þjóðvegar 1. Nefndin samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

  1. Mál. Aðalskipulag Hörgárbyggðar. Sveitarstjóra falið að finna 4-5 aðila sem tilbúnir eru að gera aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Síðan verður valinn einn aðili til að vinna verkið. Stefnt skal að því að hefja það árið 2005. Sveitarstjóra einnig falið að taka saman það efni sem til er og getur komið að gagni við skipulagið.

 

  1. Mál. Deiliskipulag á sumarhúsabyggð í landi Steðja. Sótt um breytingar á deiliskipulagi þar sem fram kemur að þétta á byggðina og bæta við þremur lóðum. Benidikt Björnsson gerð uppdrátt að skipulaginu. Nefndin samþykkir breytingarnar.

 

  1. Mál. Nefndin hefur ákveðið að fresta því að móta reglur um uppsetningu auglýsingaskylta þar sem umhverfisstofnun era ð vinna að úttekt á þeim málum. Þar til sú úttekt liggur fyrir verða ekki veitt leyfi til uppsetninga á skiltum.

 

  1. Mál. Erindi frá Árna Sveinbjörnssyni og Elínu Björnsdóttir um hvort hægt væri að fá byggingarreit á milli Skógarhlíðar 37 og 39. Þar sem það samræmist ekki skipulagi hafnar nefndin erindinu, enda umrætt svæði hugsað sem frístundasvæði.

 

  1. Mál. Umræður urðu um byggingaframkvæmdir Kötlu ehf í Skógarhlíð og lýsir nefndin furðu sinni á þeim töfum sem orðið hefur á uppbyggingu á því íbúðarhúsnæði sem um var samið. Ljóst er að þetta tefur eðlilega uppbyggingu þéttbýlissvæðisins og hamlar fólksfjölgun í sveitarfélaginu. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að fjalla um þetta mál og gera viðeigandi ráðstafanir þannig að þessir hlutir komist í eðlilegt horf.

 

Fundi slitið kl 22:30

 

Árni Arnsteinsson