Fundargerð - 04. júní 2002

Þriðjudagskvöldið 4. júní 2002 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar að Dagverðareyri. Mættir voru Oddur Gunnarsson, Helgi Steinsson, Ármann Búason, Aðalheiður Eiríksdóttir, Sturla Eiðsson, Klængur Stefánsson og Jóna Antonsdóttir. Einnig mætti á fundinn Sigfús Karlsson bókhaldari Hörgárbyggðar.

  

  1. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15.05.2002. Fundargerðin samþykkt. Fundargerð framkvæmdanefndar vegna framkvæmda á Melum kynnt.

 

  2. Ársreikningur Hörgárbyggðar 2001. Skatttekjur sveitarfélagsins námu 88.658 þús. kr. á árinu 2001. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir skatttekjum að fjárhæð 77.256 þús. kr., Skatttekjur urðu því 14,8% hærri en fjárhagsætlun gerði ráð fyrir.

 

     Til rekstrar málaflokka sveitarsjóðs fóru 79.721 þús. kr. þegar er tekið tillit til þeirra tekna sem færðar eru beint á málaflokka. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir að 72.995 þús. kr. færu til rekstrar málaflokka. Rekstur málaflokka varð því 9,2% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fjárfestingar námu 5.409 þús. kr. á árinu.

 

    Samkvæmt fjármagnsyfirliti var 6.588 þús. kr. ráðstafað umfram tekjur og hækkaði hreint veltufé um 1.231 þús. kr. kr. á árinu 2001. Veltufé var jákvætt um 20.536 þús. kr. í árslok og veltufjárhlutfall var 3,28.

 

   Peningaleg staða var jákvæð um 2.659 þús. kr. í árslok 2001 en var jákvæð um 582 þús. kr. í árslok 2000, miðað við árslokaverðlag 2001, peningaleg stað hefur því batnað um 2.077 þús. kr. á árinu 2001.

 

    Eins og fram kemur í yfirliti um lykiltölur hafa skatttekjur lækkað á milli áranna 2000 og 2001 úr 240 þús. kr. á íbúa í 237 þús. kr. eða um 1,3% umfram verðlagsbreytingar.

 

    Til rekstrar málaflokka fara 90% af skatttekjum á árinu 2001 en 83% á árinu 2000. Íbúum Hörgárbyggðar fjölgaði um 9 á árinu 2001. Skuldir á íbúa lækkuðu á milli áranna 2001 og 2000 um 47 þús. kr. og peningaleg staða er jákvæð um 7 þús. kr. á íbúa í árslok 2001.

 

    Ársreikningur sveitarsjóðs Hörgárbyggðar var endurskoðaður af KPMG endurskoðun Akureyrar hf. Ársreikningur Hörgárbyggðar 2001 var samþykktur með undirritun sveitarstjórnarmanna.

 

    Ársreikningur Þelamerkurskóla 2001: Ársreikningur skólans var gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og á árinu 2000. Heildargjöld skólans á árinu 2001 námu 82,7 millj. kr. og hækka um 11,1 millj. kr. frá fyrra ári. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að gjöld yrðu 78,9 millj. kr. og urðu gjöld því um 4,8% hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Framlög sveitarfélaganna námu 58,9 millj.kr. eða 3.461 þús. kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

   Ársreikningurinn var endurskoðaður af KPMG Endurskoðun Norðurlands hf.

 

   Ársreikningurinn íþróttahúss Þelamerkurskóla 2001: Ársreikningur íþróttahússins fyrir árið 2001 er í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og á árinu 2000. Heildargjöld íþróttahússins á árinu 2001 13,4 millj. kr. og hækka um 1,6 millj. kr. frá fyrra ári. Rekstartekjur íþróttahússins námu 9,3 millj. kr. eða 922 þús. kr. hærri en árið áður. Tekjur af Þelamerkurskóla námu 1,1 millj. kr. en aðrar tekjur námu 315 þús. kr.

   Ársreikningurinn var endurskoðaður af KPMG Endurskoðun Norðurlands hf.

 

   3. Umsókn um leyfi til að reka veitingastofu að Pétursborg í Hörgárbyggð frá Andreu Regula Keel kt. 210976-2219. Sveitarstjórn samþykkti að mæla með því að leyfið verði veitt.

 

   Mánudaginn 3. júní 2002 komu saman á Melum Oddur Gunnarsson, Helgi Steinsson, Sturla Eiðsson, Sverrir Haraldsson og Ármanna Búason.

   Umræðuefni framkvæmdir á Melum. Um síðustu helgi var unnið við að rífa loftið úr salnum, við það unnu heimamenn og félagar úr leikfélaginu. Þá kom sú hugmynd fram að rétt var fjarlægja klæðningu innan úr veggjum og hreinsa alveg allt úr eldri hluta hússins og byggja það upp að nýju. Ef þessi hugmynd fær jákvæðar undirtektir hjá eigendum Mela, þarf að gera sér grein fyrir líklegum kostnaði og teikna eldhús og kaffistofu. Mun Sverrir skoða það.

 

   Að lokum þakkaði oddviti sveitarstjórnarmönnum fyrir samstarfið og bauð hann og eiginkona hans, Gígja Snædal fundarmönnum upp á kaffiveitingar og ýmsar aðrar kræsingar nammmm!

 

 

Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið.

Fundarritarar, Helgi B. Steinsson og Ármann Búason