Fundargerð - 03. maí 2017
Fræðslunefnd Hörgársveitar
Miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 16:15 kom fræðslunefnd Hörgársveitar saman til fundar í Álfasteini.
Fundarmenn voru Axel Grettisson, Ásrún Árnadóttir og María Albína Tryggvadóttir fulltrúar í nefndinni og auk þeirra Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri, Hulda Arnsteindóttir fulltrúi starfsmanna Þelamerkurskóla, Eva María Ólafsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla, Hugrún Ósk Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Andrea Keel fulltrúi foreldra leikskólabarna, Bára Björk Björnsdóttir fulltrúi starfsmanna Álfasteins og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Sameiginleg málefni:
1. Skóladagatal beggja skóla 2017-2018
Lögð fram til umræðu og afgreiðslu skóladagatöl og ársáætlun Álfasteins og Þelamerkurskóla 2017-2018.
Fræðslunefnd staðfesti skóladagatölin og ársáætlanir Álfasteins og Þelamerkurskóla 2017-2018 fyrir sitt leiti og leggur til við sveitarstjórn að þau verði samþykkt.
2. Sameiginlegt foreldranámskeið
Ákveðið er að halda sameiginlegt foreldranámskeið Álfasteins og Þelamerkurskóla í jákvæðum aga í október n.k.
Málefni Þelamerkurskóla:
3. Áætlun um skólastarfið 2017-2018, nemendafjöldi og mönnun
Skólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi áætlaðan nemendafjölda og skipulag starfsárið 2017-2018. Fram kom að áætlað er að 69 nemendur verði næsta vetur og verið er skoða fjölda námshópa samkvæmt tillögum frá sveitarstjórn.
4. Styrkir til starfsþróunar
Skólastjóri gerði grein fyrir þeim styrkjum sem fengist hafa til starfsþróunar og kynnti þau verkefni.
5. Verðlaun Heimilis og skóla
Kynnt voru foreldraverðlaunin sem skíðaskóli Þelamerkurskóla hlaut 2017.
Málefni Álfasteins:
6. Áætlun um skólastarfið 2017-2018, barnafjöldi og mönnun
Leikskólastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi áætlaðan nemendafjölda og skipulag starfsárið 2017-2018. Fram kom að nú eru 33 börn í leikskólanum og hann fullsetinn. Áætlað er að í haust verði 29 börn í leikskólanum og verið er að fara yfir breytingar á starfshlutföllum nokkurra starfsmanna.
7. Beiðni um að taka inn börn frá Akureyri
Leikskólastjóri sagði frá því að Akureyrarbær hefði beðið um að kannað væri hvort til álita kæmi að börn frá Akureyri fengju vistun í Álfasteini í haust. Málið verður tekið fyrir aftur ef formleg beiðni berst.
8. Beiðni um utanaðkomandi tónlistarkennslu
Rætt var um hvort fá ætti utanaðkomandi tónlistarkennslu í leikskólann. Málið verði skoðað með Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 17:40