Fundargerð - 03. maí 2011
Þriðjudaginn 3. maí 2011 kl. 20:30 kom félagsmála- og jafnréttisnefnd Hörgársveitar saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Elisabeth J. Zitterbart, Bragi Konráðsson, Jóhanna M. Oddsdóttir og Sunna H. Jóhannesdóttir í félagsmála- og jafnréttisnefnd og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Námskeið fyrir félagsmálanefndir
Greint frá námskeiði fyrir kjörna fullltrúa í félagsmálanefndum og starfsmenn félagsþjónustu, sem haldið var af Sambandi íslenska sveitarfélaga á Akureyri 11. mars 2011.
2. Upplýsingagjöf um félagsþjónustu
Rætt um hvernig best sé staðið að upplýsingagjöf til íbúa sveitarfélagsins um þá félagsþjónustu sem er í boði í sveitarfélaginu. Fram kom að til stæði að breyta heimasíðu sveitarfélagsins í þá veru sem rætt var um á fundinum.
3. Jafnréttisáætlun, framfylgd
Rætt um næstu skref í framfylgd jafnréttisáætlunarinnar fyrir sveitarfélagið.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd samþykkti að vekja athygli fræðslunefndar og menningar- og tómstundanefndar á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og að óska eftir að nefndirnar sjái til þess að skilað verði til félagsmála- og jafnréttisnefndar greinargerðum um hvernig þeim ákvæðum, sem varðar hvora nefnd, verður framfylgt. Greinargerðirnar berist í síðasta lagi 15. ágúst 2011.
4. Fjárhagsstaða félagsþjónustu
Lagt fram yfirlit yfir stöðu þeirra bókhaldsliða sem varða félagsþjónustu sveitarfélagsins.
Fleira gerðist ekki fundi slitið kl. 22:05.