Fundargerð - 02. júní 2005

Fundur haldinn í leikskólanefnd fimmtudaginn 2. júní 2005.  Mættir voru:  Logi Geir Harðarsson formaður leikskólanefndar, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Helgason, Guðrún Harðardóttir, Hugrún Ósk Hermannsdóttir leikskólastjóri og Sigríður Þorsteinsdóttir deildarstjóri.

 

Dagsskrá:

1.                  Biðlistar barna í Hörgárbyggð og staða mál nk haust.

2.                  Tillaga að gjaldskrábreytingum.

3.                  Mötuneytið.

4.                  Öryggismál.

5.                  Afmæli Álfasteins.

 

1.  Biðlistar barna í Hörgárbyggð og staða mál nk. haust. 

Hugrún afhenti fundarmönnum 4 skýrslur um seld rými, útreikningur þeirra er misjafn eftir því hvaða forsendur hún gefur sér en erfitt er að gera endalega skýrslu þar sem margir óvissuþættir eru til staðar.

Í dag eru  8 börn á biðlista og 3 börn sem vilja lengri vistunartíma með haustinu. 2 af þessum börnum  eru úr Arnarneshreppi.  7 börn sem nú eru í um 5 plássum  fara svo í skóla haustið 2006. 

Talsverð óvissa er með nokkur seld rými á komandi hausti þar sem foreldrar hafi ekki gefið endanlega svör varðandi lengd á vistunartíma.

 

Sú staða hefur komið upp núna, sem líka eykur á óvissuna, að fólk sækir í að segja upp plássum tímabundið yfir sumarið  en vill svo aftur pláss  með haustinu, jafnvel ekki fyrr en í október. Þetta kemur sér mjög illa varðandi reksturinn og veldur ýmsum vandræðum einkum og sér í lagi þegar kemur að því að raða niður af biðlista.

Hugrún taldi mun betri kost ef fólk minnkaði frekar tímabundið við sig en héldi inni plássi með lámarksgjaldi. Í dag fylla börn úr Arnarneshreppi upp þau pláss sem ekki eru nýtt af Hörgárbyggð og fylla þannig upp í barngildi leikskólans. Þrátt fyrir að börn úr Hörgárbyggð hafi forgang eins og reglur kveða á um finnst leikskólanefnd óeðlilegt  að börn úr Arnarneshreppi verði látin víkja í svona tilfellum. Leikskólanefndi leggur því til að í svona undantekningartilfellum verði ekki sjálfgefið að þessi börn verði höfð í forgang heldur verði hvert tilfelli metið fyrir sig og biður sveitarstjórn að taka afstöðu til þess.  

 

2.  Tillaga að gjaldskrábreytingum.

Hugrún leikskólastjóri var búin að hafa samband við eftirtalda staði og kynna sér hvernig gjaldskráin væri uppbyggð:  Krummakot í Eyjafjarðarsveit , Álfaborg á Svalbarðseyri, Krummafót á Grenivík og Leikbæ á Dalvík.

 

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit veitir 25% afslátt með öðru barni, 50% með þriðja barni. Afsláttur til einstæðra foreldar er 50% , námsmenn fá 25% afslátt og að lokum fá starfsmenn leikskólans  25% afslátt. 

 

Gjaldskrá leikskólans Álfaborgar á Svalbarðseyri er með sama hætti og á Akureyri fyrir breytingar. Þar fá einstæðir foreldrar 40% aflsátt. Ef annað foreldri er í námi er veittur 30% afsláttur en ef báðir foreldrar eru í námi þá er veittur 40% afsláttur. Veittur er 25% afsláttur með öðru barni og 50% afsláttur við þriðja barn en fjórða barn fær er án endurgjalds.

 

Leikskólinn Krummafótur á Grenivík veitir 30% afslátt með öðru barni, 60% afslátt með þriðja barni en fjórða barn fær frítt. Þeir héldu sinni gjaldskrá óbreyttri þegar Akureyrarbær breytti sinni gjaldskrá.  Ef báðir foreldrar eru í námi og ef um einstæða foreldara er að ræða  er veittur  50% afsláttur. Ef annað foreldri er í námi er veittur 30% afsláttur.

 

Á leikskólanum Leikbæ á Dalvík fá einstæðir foreldrar 25% afslátt , námsmenn fá 25% afslátt, sama hvort annað eða bæði eru í námi og þar er systkinaafsláttur 25% með öðru barni og  50% með þriðja barni.

 

Samkvæmt gildandi gjaldskrá á Álfasteini erum við með  50% afslátt ef báðir foreldar eru í fullu námi, 25%  afslátt ef annað foreldri er  í námi.   Afsláttur er  25% með öðru barni, 50% með þriðja barni  og frítt er fyrir fjórða barn.

 

Leikskólanefnd leggur til að gjaldskrá leikskólans Álfasteins fylgi ekki gjaldskrá Akureyrarbæjar eins og verið hefur  heldur verði ákveðin af sveitarstjórn.

Leikskólanefndi leggur til að gildandi klukkustundagjaldið verið óbreytt áfram eða  kr. 2.846,-  og að  systkinaafslætti  verði haldið inni en aðrir afslættir felldir út.

 

3.  Mötuneytismál.

Hugrún leikskólastjóri  upplýsti að þau mál væru í góðum málum.  Lostætismenn hafa verð mjög samvinnuþýðir og lagt sig fram við að laga sig af þörfum leikskólans.  Þegar lagt var upp í þessar breytingar á fyrirkomulagi við mötuneytið reiknaðist mönnum til að hægt væri að spara um 500.000.- þúsund á ársgrundvelli og samkvæmt útreikningi Hugrúnar má gera ráð fyrir að það sér raunhæft að þeim markmiðum verði náð og vonandi gott betur.

 

4. Öryggismál.

Nú er komið nýtt fyrirtæki sem sinnir öryggisgæslu fyrir fyrirtæki  þ.e. Öryggismiðstöðin en þeir eru að bjóða sömu þjónustu og Securitas. Áður höfum við velt því upp hvort hægt sé að lækka þennan kostnað en þá var það ekki framkvæmanlegt vegna tryggingamála. Hugrún upplýsti að  Securitas hefði lækkað  eitthvað frá því sem var. Þar sem nú er komin samkeppni varðandi öryggismál lagði Logi til að Hugrún kynni sér þá þjónustu sem Öryggismiðstöðin er að bjóða upp á og fái frá þeim  tilboð og beri saman við þau verð og þá þjónustu sem Securitas veitir okkur.

 

5. Afmæli Álfasteins.

Tímamót eru nú á næstu dögum en þá verður leikskólinn Álfasteinn 10 ára.   Tímamótanna verður minnst  föstudaginn 10. júní næstkomandi  frá kl. 11:00 til 14.00. Foreldrafélagið hefur haft veg og vanda að þessum undirbúningi sem gengur vel. Hugrún leikskólastjóri vill fyrir hönd foreldrafélagsins nota tækifærið hér og koma á framfæri  þakklæti til sveitarstjórnar Hörgárbyggðar fyrir veittan stuðning.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.  10:00.

Guðný Fjóla Árnmarsdóttir fundaritari.