Fundargerð - 02. desember 2002
Mánudaginn 2. desember 2002 kl. 20:30 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Mættir voru: Ármann Þórir Búason, Birna Jóhannesdóttir,
Helgi Steinsson oddviti Hörgárbyggðar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Um var að ræða vinnufund sem fólst fyrst og fremst í að fara yfir fyrirliggjandi gögn og erindi sem endanlega verða afgreidd á næsta sveitarstjórnarfundi.
Þó var samþykkt að greiða reikning frá Valdísi Jónsdóttur talkennara vegna talkennslu barns á leikskólaaldri.
Sverrir Haraldsson mætti á fundinn v/byggingarframkvæmda á Melum. Búið er að setja upp grindina fyrir salernisaðstöðuna, parketið er komið og gólfflísarnar eru á leiðinni. Búið er sparsla fyrstu umferð. Sverrir kom sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið rætt um frágang á senugólfinu og er kostnaður við það verk miðað við parketlögn u.þ.b. kr. 200.000. Samþykkt samhljóða að senan verði parketlögð.
Davíð Gíslason óskar eftir afslætti á dráttarvöxtum á skuldum sínum við sveitarsjóð miðað við að hann greiði þær upp a fullu. Samþykkt að bjóðast til að fella niður 50% af dráttarvöxtum miðað við uppgreiðslu skulda.
Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 23:35.
Birna Jóhannesdóttir, fundarritari