Fundargerð - 01. nóvember 2010

Mánudaginn 1. nóvember 2010 kl. 20:00 kom menningar- og tómstundanefnd Hörgársveitar saman til fundar í matsal Þelamerkurskóla.

 

Sveitarstjórn kaus á fundi sínum 30. júní 2010 eftirtalda í menningar- og tómstundanefnd á yfirstandandi kjörtímabili: Árni Arnsteinsson, formaður, Bernharð Arnarson, Gústav G. Bollason, Halldóra Vébjörnsdóttir og Hanna Rósa Sveinsdóttir.

 

Fundarmenn voru ofantaldir fulltrúar í nefndinni svo og Solveig Lára Guðmundsdóttir sem eru varamaður í nefndinni. Auk þess var á fundinum Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

1. Starf nefndarinnar, umræða

Lagt fram erindisbréf nefndarinnar, sem sveitarstjórn afgreiddi á fundi sínum 15. september 2010.

Ákveðið var að varamenn verði boðaðir á fundi nefndarinnar, og hafi þar tillögu- og málfrelsi. Þeir ráða hvort þeir koma á fundi, enda njóti þeir ekki launa nema aðalmaður forfallist.

 

2. Starf menningar- og atvinnumálafulltrúa

Lögð fram starfslýsing fyrir starf menningar- og atvinnumálafulltrúa, sem auglýst hefur verið eftir. Starfið er fjármagnað með hluta framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sameiningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.

Umræður urðu um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa.

 

3. Fjárhagsrammi nefndarinnar

Lögð fram drög að fjárhagsramma menningar- og tómstundanefndar fyrir árið 2011.

Umræður urðu um drögin.

 

4. Fundur með forsvarsmönnum menningar- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu

Rætt um að halda fund með forsvarsmönnum menningar- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu.

Ákveðið var að slíkur fundur verði haldinn þegar menningar- og atvinnumálafulltrúi hefur hafið störf.

 

5. Stuðningur við tómstundastarf

Sveitarstjórn fól nefndinni að móta reglur um stuðning sveitarfélagsins við tómstundastarf, sbr. 16. lið í fundargerð sveitarstjórnar 30. júní 2010.

Ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn að þróaður að verði stuðningur sveitarfélagsins við tómstundastarf barna á grunnskólaaldri með útgáfu svonefnds frístundakorts.

 

6. Önnur mál

Rætt um fyrirkomulag þorrablóta í sveitarfélaginu. Fram kom sú skoðun allra nefndarmanna að sameina beri þorrablót Arnarneshrepps og þorrablót Hörgárbyggðar í þorrablót Hörgársveitar og að það verði haldið í Hlíðarbæ.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 23:30.